- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
241

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

241

önnur yfirgripsmeiri bók eptir Dr. Theodor Gliemann (1793—
1328),1 það er stutt landlýsing samin upp úr hinum eldri
rit-um. Vér þurfum ekki að nefna hina einstöku kafla
bókar-innar, þeim er raðað eptir efni líkt og i öðrum
landfræóis-bókum, fyrst er þaó sem snertir almenna landlýsingu,
jarð-fræði. eldfjöll o. fl., þá er talað um þjóðina, steina, dýr og
jurtir og seinast er stutt. staðalýsing. Bókin er allefnisrík, en
fremur ókritisk, sérstaklega verður að geta þess. að eigi er
hægt að nota registur dýra og jurta, sem þar er, nema með
mikilli varúð. Landsuppdráttur fylgir bókinni og mun
um-gjörð landsins vera tekin eptir strandmælingunum seinni.

Frakkar höfðu þegar snemma á öldinni allmikinn
skipa-stól i Islandshöfum, bæði til þorskveiða og hvalaveiða, og
sendi franska stjórnin vió og við herskip til þess að líta eptir
fiskimönnum og aðstoða þá: stundum áttu skip þessi
jafn-framt að gjöra ýmsar athuganir og mælingar. Þess er þannig
getió, aó Frakkar sumarið 1820 senau Noel de Ja Mariniére
til Islands til þess að rannsaka fiskipláss i Norðurhöfum, og

r

biður danska stjórnin yfirvöld á Islandi að veita honum
lið-sinni.2 Arið 1833 var franskur foringi Jides de Blosseville
sendur til Islands á herskipinu »La Lilloise«, átti hann aó
lita eptir fiskiskipum og um leið gjöra ýmsar athuganir, er
snertu segulmagn jarðar. Blosseville hafði farið viða um
hnöttinn og fengið orð á sig fvrir visindalegan dugnað og
þekkingu. Hinn 7. júli 1833 kom Blosseville á Norðfjörð
eystra og ætlaði þaðan norður fyrir land, lenti i is og þoku
og hraktist að austurströnd Grænlands milli 68V20 og 69°
n. br.; ekki komust þeir þó i land fvrir ísum og illviðri, en
gátu gjört teikningar af fjöllum og uppkast af strandlengjunni:
á þessu svæði var strönd Grænlands áður ókunn og hefir enn
ekki verið rannsökuð (1900). Þegar Blosseville kom aptur til
Islands (til Vopnafjarðar), sendi hann stutta skýrslu um
upp-uppgötvanir þessar heim til Frakklands. Hinn 5. ágúst létu

’) Th. Glietnann: Geographische Beschreibung von Island. Altona
1824, 8vo (VIII + 232 bls.).

2) Lovsamling for Island VIII. bls. 128-129; Klausturpósturinn III.
bls. 157.

15

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free