- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
247

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

247

eðlisfræði og jarðfræði íslands. í fvrsta bindi ferðasögunnar
hefir Gaimard safnað saman mesta grúa af erindisbréfum.
skýrslum og leiðbeiningum, sem hann hefir fengið hjá
vísinda-félögum og einstökum mönnum. kennir þar margra grasa og
er spurt um margt, sem örðugt var fyrir þá félaga að fá
upplýsingar um. Gaimard hefir ætlaö að gjöra
rannsóknar-nefnd þá, er hann var fvrir settur, að forðabúri af þekkingu
um Island og önnur Norðurlönd. I öðru bindi lýsir E. Robert
ferðalaginu á íslandi bæði sumurin 1835 og 18361 en E. MÍquet
segif frá sjóferðunum er skipið »La Recherche« fór þessi ár

um Islands og Grænlandshöf og er getiö um ýmislegt, er fvrir

#

bar 1 fjörðum og á ströndum Islands; þar eru og prentaðar
nokkrar veðurathuganir. Marmier samdi tvö allstór rit, sögu
Islands og bókmenntasögu og þar helzt talað utn fornöldina.
en þó einnig dálitið getið utn seinni tima, um hagfræði
ís-lands, verzlun o. fl. E. Robert gaf einnig út bók um
læknis-fræöi íslands og dýrafræði, hún kom ekki út fvrr en 1851 og
snertir litið ferð Gaimards, þar eru skýrslur eptir Jón
Thor-steinsson landlæknir og Schleisner og talað um læknaskipun
og utn sjúkdóma. einkum holdsveiki, þar er ennfremur getið

r

um islenzkar skottulækningar, um veðráttufar á Islandi, hibýli
manna, klæðnað og lifnaðarhætti og mun það flest vera tekið
úr ritum Schleisners. Þessu næst eru kaflar um dýrafræði
íslands, nafnalisti íslenzkra fugla eptir Raoul Anglés og
upp-talning íslenzkra dýra tekin úr bók Th. Gliemann’s og er
hvorutveggja ómerkilegt. Aptast í bókinni er stutt. en all-

1 Aptan til í 2. bindi ferðasögunnar (bls. 313—323) er: »Extrait
da journal d’un voyage entrepris en Islande par MM Raoul Anglés et
Giraud six ans aprés celui de la commission scientifique*. þeir Raoul
Angles komu með herskipi til íslands 1842. fóru víða til þess að skjóta
fugla og safna náttúrugripum og komust norður í Steingrímsfjörð og út
á Snæfellsnes; á þessari ferð gengu þeir félagar hinn 20. maí upp á
Baulu og munu hafa verið hinir fyrstu útlendingar. er komust upp á
þetta fjall; Björn Gunnlaugsson gekk upp á Baulu 5. sept. 1833. þar
er líka í sama bindi: »Description des phénoménes de la derniére
éruption de l’Hekla par J. C. Schythe (ágrip af bók Schythe’s um Heklu
eptir Borring) bls. 326—358.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0255.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free