- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
248

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

248

efnisrík lýsing íslands,1 ibúa og atvinnuvega og dálítið um
bókmenntir o. fl. Myndasafnið, sem fylgir bókum þessum. er
mjóg skrautlega. úr garði gjört og myndirnar stórar. fremst er
mynd af Páli Gaimard sjálfum í einkennisbúningi og loðkápu,
en þar á eptir margar staðamvndir, flestar að tiltölu i’ir
Revkja-vik og nágrenninu, en einnig allmargar úr öðrum héruðum,
er þeir fóru yfir: fæstar staðamvndirnar er nú hægt að nota.
því þó þær séu fallegar, þá eru þær flestar ónákvæmar, gjörðar
eptir óglöggum frumdráttum sem kastað hefir verið upp i
snatri: í þá daga þóttu slíkar myndir fuilgóðar til þess að
gefa hugmynd um landslag, en síðan ljósmvndir fóru aö
tíðk-ast eru nákvæmniskröfurnar orðnar meiri. Beztar eru
mynd-irnar af klæðnaði, húsbúnaði og gripum og svo myndir ýmsra
islenzkra manna, sem flestar hvergi eru annarsstaðar til.2 Þá
eru og i safni þessu ýmsar fagrar litmvndir íslenzkra dýra,
einkum fiskamvndir og myndir af holdsveikum mönnutn;
dýra-myndirnar hafa auðsjáanlega átt að vera miklu fleiri. en svo
hefir verið slegið botn í útgáfu ntsafnsins áður en þær voru
búnar. Þá eru þar ennfremur nákvæmir landsuppdrættir
Reykjavíkur 1836 og hveranna við Gevsi og uppdrættir af
húsaskipun i Skálholti 1784 og 1836. allir eptir V. Lottin.

Þá skulum vér að lokum nánar geta tveggja þeirra bóka
i ritsafni þessu, sem nú hafa mesta þýðingu, rita þeirra Lottin’s
um eðlisfræði og Robert’s um jarðfræði. Lottin gjörði margar
athuganir um pólskekkju (declination) segulnálar i Reykjavik,
á Þingvöllum, við Geysi og á Selsundi nærri Heklu, og í
Reykjavík athugaði hann einnig jarðhalla (inclination)
segul-nálar, styrkleika segulaflsins og daglega hreyfingu nálarinnar
og eru skýrslur um athuganir þessar prentaðar i bók hans.
Þar er einnig mjög nákvæm lýsing á Geysi og hverunum í
kring um hann, mælingar á goshæðum Strokks og Gevsis og
hitamælingar i hverunum öllum, er þetta ein hiri nákvæmasta

’) »Notice statistique sur l’Istande par M. de la Roquette«.

J) Þar eru meðal annars þessar myndir: Jón Thorsteinssen
land-læknir, Guðmundur Sivertsen. Gunnlaugur Briem. Magnús Hákonarson.
Albert Thorvaldsen. Finnur Magnússon. Bjarni Thorarensen amtmaður
og Ólafur Pálsson.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0256.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free