- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
259

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

259

eru nú orðnar svo afartíðar á þessu svæði. Það var varla
við þvi að búast, að H. Frisak gæti mæit ströndina
nákvæm-lega því þá var mjög votviðrasamt, á tímabilinu frá 11. tii
28. ágúst var hreinviðri aðeins i þr.já daga, 5 daga var
helli-rigning frá morgni til kvölds, en annars voru útsynningar með
skúrum og hrakviðri, svo aldrei var hægt að nota meir en
hálfan dag i senn til mælinga. >Þegar athugað er«, segir
Frisak, »að eg var á ferð um sláttinn, þegar bændu^n var
jafn áriðandi og mér að nota hverja þerris-stund, þá verð eg
að kannast við, að eg gat ekki búizt við meiri greiðvikni en
mér var látin i té.« Frisak segir, að menn hafi verið mjög
kaup-dýrir, en það hafi af sömu ástæðum verið eðlilegt: segir hann.
að menn almennt hafi verið greiðviknari sunnan á nesinu, en
norðan á þvi. »Ekki er hægt«, segir hann, »að hrösa
Islend-ingum fvrir hvatleik og þrek til vinnu, i þvi standa þeir á
baki norskum og dönskum vinnumönnnm. hinum daglegu
störfum þeirra er líka svo varið, að þau ekki herða þá til
stritvinnu, þó þeim á fiskiveiðum opt liði illa, þá er að mínu
áliti sú vinna ekki mjög þreytandi og heyskapurinn heldur
ekki, þó hann sé tafsamur vegna þúfnanna«. Aðeins á tveim
stöðum segist Frisak hafa séð falleg tún, hjá hreppstjóranum
i Grindavik og á Stóragerði í sömu sókn, bæjabyggingar telur
hann mjög lélegar og af húsakynnunum stafi vöntun á
hrein-lætistilfmningu.1 Ohlsen mældi þríhyrninga austur á bóginn
að Eyrarbakka og lét hlaða mælingarvörður austur með
strönd. austur i miðja Rangárvallasýslu; hinn 14. september
varð hann að hætta sakir storma, illviðra og rigninga, þvi
ekki var þá lengur lifvænt í tjaldi, en þokur og votviðri allt

r

sumarið töfðu mjög fyrir mælingunum. Á uppdrætti þá. sem
Ohlsen sendi rentukammeri, segist hann hafa sett alla vegi,
bæi og kirkjur. Um veturinn 1803—1804 gjörðu
landmæl-endur stjörpu- og veðurathuganir á Hólavelli við
Reykja-vik.2

’) Bréf frá H. Frisak dags. Kmhöfn 26. marz 1804.

2) Bréf frá Ohlsen 10. maí 1804, því fylgir: »Beregninger over de
Observationer. som ere gjorte til Polhöjdens Bestemmelse paa Höjden
ved Reykjavigs latinske Skole, hvor Observatoriet er anlagt i Island.*

17*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0267.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free