Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
260
Vorið 1804 byrjuðu þeir féiagar mælingarferðir sinar hinn
25. júní, var þá grasleysi um vorið, þokur og rigningar.
Ohl-sen hélt áfram mælingu suðurstrandar frá Eyrarbakka, ákvað
stöðu Vestmanneyja, sem fvrr höfðu verið settar alltof
vestar-lega á sjöbréfum og mældi ströndina austur að Dyrhólaev,
þar hætti hann hinn 22. ágúst. Veður var eptir íslenzku lagi
gott það sumar, nema opt þokur og hvassviðri til fjalla. Á
þessu ári mældi Ohlsen strandlengjuna 3—4 milur upp í land,
skoðaði meðal annars Geysi og Strokk og kom að Skálholti
og Þingvöllum. Næsta ár var uppdráttur af þessu svæði
full-gjör og afhenti Ohlsen rentukammerinu kort af Suðuriandi
frá Krisuvik til Dyrhólaeyjar hinn 26. ágúst 1805. Hann gjörði
einnig sérstaka uppdrætti af Eyrarbakka, Vestmanneyjum og
Dyrhólaey og teikningar af Eyjafjallajökli. Wetlesen og Frisak
mældu ströndina vestur á bóginn, byrjuðu i Höfn 1
Borgar-firði og fóru svo með sjó fram að Straumfirði, Búðum og
Stapa og svo kringum Jökul að Búlandshöfða, mælingin þangað
var búin 4. september. Sama sumar gjörðu þeir sérstaka
uppdrætti af Straumfirði, Búðum, Stapa og Olafsvík.1 Hinn
16. febr. 1805 sækir Ohlsen um lausn fra mælingarstörfum á
Islandi og fékk hana 10. apríl s. á.2 Olilsen segist vera
orð-inn heilsulinur af árevnslu og þreytu, vosbúð og sifelldu
inn-kulsi á Islands-ferðum og kveðst ekki hafa náð sér eptir
veik-indi sin hið kalda haust 1803, fékk hann þá taksótt uppi á
fjöllum og var fluttur með lifsháska til bvggða; kveðst hann
heilsunnar vegna ekki sjá sér fært að fást lengur við þenna
örðuga starfa.
Ohlsen var fróður maður og greindur og veitti mörgu
eptirtekt, hann hefir ritað tvær greinir um Island, sem
prent-aðar eru, aðra um bæ.jabygging, hina um Geysi og Strokk.
’) 1 ríkisskjalasafninu er til skýrsla frá Wetlesen og Frisak dags.
Reykjavík 26. marz 1805: »Indberetning om Vejenes Beskaffenhed i
de Egne af Island. som bleve opmaalte i Sommeren 1804.« Lýsing á
vegum frá Höfn í Borgariirði, vestur um Mvrasýslu og út á
Snæ-fellsnes.
4) Lovsamling for Island VI. bls. 604-605.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>