- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
271

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

271

gat mælt þaðan það sem hann þurfti, örðugust var mælingin á
Drangajökli, Frisak klöngraðist þangað þrisvar sinnum
árangurs-laust, en loks i fjörða sinn hinn 17. júli fékkst heiðskir dagur og
eptir 18 stunda dvöl við vörðuna á Hljóðabungu tókst honum
að mæla öll flata- og hæðahorn, sem þurfti. Siðan gekk
Frisak upp á Glámu, þar var þokan líka til trafala, en
mæl-ingin tókst samt, þaðan fór hann aptur yfir Djúp á
Snæfjalla-strönd. f*ar fékk Frisak bréf og boðskap frá Jörgensen
Hundadagakonungi, að hann skyldi láta af hendi mælingaslíjöl,
en hann þverneitaði.1 Úr því svo var komið, hætti Frisak
mælingum og beið átekta, hélt svo á stað til Steingnmsfjarðar
til þess að hitta Scheel félaga sinn og ráðgast við hann um,
hvað nú ætti til bragðs að taka.

Scheel hafði heldur ekki verið iðjulaus á þessu sumri,
hann skildi við Frisak 28. júní á Reykjarfirði og komst eptir
mjög örðuga ferð alla leið norður á Horn hinn 4. júlí. Eptir
um-tali við Frisak lét Scheel byggja vörðu á Hornbjargi og sendi
mann suður i íirði til þess að láta hann vita. Mælingar
byrj-aði Scheel á norðausturhorni Hælavíkurbjargs, mældi svo
Hornsvik og strönd alla kringum Hornbjarg allt suður i
Geir-ólfsgnúp. Veður var í fyrstu gott, en fyrir sunnan Smiðjuvík
voru þokur og rigningar mjög til tálmunar og svo fjöll,
klungur og þverhnýpt björg. Loks komst Scheel þó i
Reykjar-fjörð nyrðri, en varð þar veðurtepptur i viku og gat ekkert
aðhafzt; þar fékk hann bréf frá Frisak félaga sínum, sem setti
honum mót á Stað í Steingrímsfirði, svo þeir gætu lagt ráð
á, hvað gjöra skyldi. Hinn 1.—4. ágúst var norðangarður með
frosti og snjó og Scheel tafóist svo, að hann komst eigi fvrr
en 9. s. m. að Stað i Steingrímsfirði og var Frisak kominn
þangað degi áóur.2 Ur Steingrímsfirói héldu þeir beina leið

’) Saga Jörundar Hundadagakonungs. Kmhöfn 1892, bls. 73—74.
179, 196—198. Þar er Frisak katlaður Klavs að fornafni, en hann hét
Hans, og svo hétu forfeður hans hver fram af öðrum og eins elzti sonur
hans og sonarsonur, sem voru læknar í Noregi. þeir hétu allir Hans
Frisak (J. Landgraff: Grimstadslægter. Grimstad 1892, bls. 24—25).

2) J>egar eg fór um Hornstrandir 1887 voru þar enn margir á lííi,
sem höfðu heyrt getið um mælingar þeirra Frisaks og Scheels og af því

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0279.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free