- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
272

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

272

til Akureyrar og skrifuöu Jörgensen þaðan báöir, aó þeir væru
með öllu ófáanlegir til að afhenda skjölin, og ef í hart færn
mundu þeir sjá um að fela þau svo vel, að enginn findi,
kváóust þeir aldrei mundu gleyma skyldu sinni gagnvart
kon-ungi sínum, þó hótað væri pindingum eða lífláti. Til þessa
óindisúrræðis þurfti þó ekki aö taka, því Jörgensen veltist úr
völdum um sama leyti.1 I septembermánuói fóru þeir félagar
aptur á staó: Frisak fór vestur á Skagaströnd, en Scheel brá
sér suður i Reykjavik tii þess að aðgæta, hvernig færi um
verkfæri og skjöl landmælinganna, sem þar voru geymd.

Um veturinn 1809—1810 luku þeir við grunnlínu-mæling
i Eyjafjarðarbotni, var línan 12167 álnir á lengd og á tveim
mælingum munaói aðeins tveim þumlungum. Þeir
fram-kvæmdu lika ymsar hnattstöðumælingar. athuguðu myrkva
Júpiters-tungla og gjörðu margar stjörnumælingar.2 Um vorið
1810 fóru þeir á stað frá Akurevri 20. júni og 28. s. m. var
Frisak kominn að Brekku í Bitru og mældi þaðan ströndina
vestur til Kollafjarðarness, þangað var mælingin búin áður,
svo sneri hann aptur við og hélt áfram mælingum til austurs
-og suðurs inn með Hrútafirði og svo út með aptur, tókst
honum um sumarið að mæla strandlengjuna alla norður á
Skagatá og var kominn þangað hinn 16. september og fór svo

menn sáu mig hafa mælingarverkfæri milli handa, var eg þar opt
af alþýðu kallaður »herra lautinantinn« og þótti mikil kurteisi. Björn
Gunnlaugsson fór ekki lengra en að Árnesi og kom aldrei á hinar
eigin-legu Hornstrandir.

í skýrslu Frisaks og Scheels til Rentukammersins 16. júní 1810
komast þeir svo að orði: »Denne Besked fra os blev her igjennem
Norderamtet officielt tilstillet vedkommende pr. Expres, men denne
havde ikke naaet halvejs herfra til Reykjavig. da paa Grund af
Con-ventioner, som vil være det höjkongelige Rentekammer bekjendt. den
islandske Republiques Embryon kvaltes i Fodselen og den danske
0vrig-hed ber i Landet igjen traadte ind i sine Funktioner*.

2) Af bréfi frá Schumacher til Löwenörn 25. júli 1820 má þó sjá.
að ýmsir gallar hafa verið á mælingum þessum. 1 sama bréfi segir
Schumacher. að lengdar-ákvörðun Lievog’s á Lambhúsum sé áreiðanlegri
en samskonar mælingar tautenantanna þar syðra. Eptir mælingu
Lie-vog’s eru Lambhús 24° 24’ 15" f. V. Paris (Dagen 19. maí 1809, nr. 87).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0280.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free