- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
273

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

273

heim til Akureyrar. Þokur voru tiðar um sumarið, en að öðru
leyti var veörátta góð. Scheel mældi aðalþrihyrninga og
byrj-aði á Skagaströnd, þeir íéiagar skiptu vanalega verkum meö
sér á þann hátt, að þeir annaðhvort ár skiptust á með
þri-hyrningamælingar og hina eiginlegu strandmælingu. Frá þvi
20. júní til 18. júlí klöngraðist Scheel um bratta fjallgarða á
útkjálkum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar til þess að leita
að hentugum mælistöðum og hlaða vörður og var það engin
smáræðis fyrirhöfn. fjöll eru þar mjög há og brött víða með
snjóhengjum og jöklabeltum: fór Scheel á þessari ferð um
Hjaltadal, Siglufjörð, Ólafsfjörð og Svarfaöardal; í Ólafsfirði
tafði þoka og illviðri hann í 10 daga. þvi hret kom þar mikið
um hásumar með frosti og fannkomu. Þegar búið var að
byggja vörðurnar fór Scheel aptur vestur á Vatnsnes og
byrj-aði þrihyrningamælinguna á Brandafelli og hélt henni áfram
til Svarfaðardals, veður var þá gott og sjaldan þoka á
fjalls-tindum, hún fá revndar opt í hliðum, en var þar eigi
mæling-unum til fyrirstöðu. I miðjum ágústmánuði var Scheel aptur
kominn austur i Svarfaðardal. ætlaði þar að hlaða nokkrar
vörður á fjallstindum og auka þríhyrninga-grindina svo, að
hún næði til austurstrandar Eyjafjarðar, en þá komu illviöri
með mikilli snjókomu á fjöllum svo lítið var hægt að
fram-kvæma af þessari fyrirætlun. Scheel lá 14 daga i tjaldi hjá
koti i botni Svarfaðardals og voru þá alltaf illviðri og
kálfa-snjór kringum tjaldið: hinn 12. sept. tókst honum loks að
komast upp á Heljarfjall i mikilli ófærð, svo hann varð að
vaöa hálfa mílu í snjó upp fyrir hné; dálítið gat hann mælt
þar uppi, en þá skall á bilur svo hann varð að flýja til byggða
hið fljótasta. Veðrið batnaði ekki, svo Scheel fór heim til
Akureyrar hinn 15. sept. Ilm lok septembermánaðar fór
veðrátta að lagast, þeir félagar lágu ekki á liði sinu og
not-uðu tímann til mælinga, Scheel mældi þríhvrninga í Eyjafirði,
en Frisak fór austur á Húsavik og lét setja þar ýmsar vörður
til undirbúnings undir mæling á næsta sumri. Um sama leyt.i
létu þeir byggja stóra vörðu í Grímsey 7 álna háa og 5 álnir
að þvermáli að neðan.

Um veturinn 1810—1811 fengust þeir við sin vana-

18

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0281.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free