- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
286

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

286

bréfi 24. maí 1816. Með konungsúrskurði 10. maí 1815 voru
þeim Frisak veitt biðlaun. í nóvembermánuði 1814 fór Frisak
snöggva ferð tii-_ Noregs, en alfarinn fór hann þangaö um
haustið 1815. Scheel ilengdist i Danmörku og fékkst löngu
seinna mikið við útreikning mælinganna á íslandi, sem siðar
mun frá sagt.

Um hinn síðasta hluta strandmælinganna vantar þvinær
allar skýrslur, en það sést þó, að tveir mælingamenn voru
sendir til Islands sumarið 1815 Moritz L. Born og A.
Asch-lund1 og munu þeir það sumar og hið næsta hafa mælt þaó,

r

sem eptir var af Isafjarðarsýslu, og er til uppdráttur af
sýsl-unni frá þeim árum eignaður þeim báðum og sendu þeir
hann til stjórnarinnar hinn 18. mai 1817. Þeir mældu
einnig ýmsar hafnir og gjörðu uppdrætti af þeim t. d. af
Skutulsfirði og Bolungarvík (1815) og af ísafjarðar höfn
og tanga (1816). Á árunum 1817 og 1818 mældu þeir
strandlengju þá. sem eptir var á Austurlandi og í
Skaptafells-sýslum. Born mældi hinn nyrðra hluta, frá Tjörnesi suður á
miðja Austfirði. en Aschlund mældi Suður-Múlasýslu og
Skapta-fellssýslur. Þeir Born og Aschlund sömdu og ýmsa uppdrætti
af fjöróuin og höfnum á þessu svæði, Born mældi t. d. 1818
Raufarhöfn.Vopnafjörö ogMúlahöfn, Aschlund sama árEskifjörð.

r r

Breiðdalsflóa,Berufjörð.Djúpavog og Alptafjörð. I bréfi dags. 15.
október 1817 á Berufirði tilkynnir Aschlund rentukammerinu, að
hann sé nú búinn að mæla strendurnar i Skaptafellssýslu, og
við þá mælingu virðist hann hafa fengizt sumarið 1817, en
Suður-Múlasýslu hefir hann mælt 1818. Hinn 24. júní 1819
sendir Asehlund 4 uppdrætti af þeim hlutum strandarinnar, er
hann þá hefir mælt hin tvö síðustu sumur. Skýrslur þær, sem
ég hefi getað fundið um mælingar þeirra Born’s og Aschlund’s,
eru svo fátæklegar, að lítið er á þeim að græða. Það er
al-mennt talið, að mælingarnar hafi byrjað á’rið 1800 og endaó
1819, en það er eigi alveg rétt. stjórnin ákvarðaði reyndar
með konungsbréfi 28. maí 1800 að byrja mælingarnar, en

’) Um Aschlund og konu Schram’s á Skagaströnd. Árbækur
Espó-líns XII. bls. 98—99.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0294.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free