- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
287

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

287

Ohlsen og Aanum byrjuðu ekki hin eiginlegu mælingastörf
fvrr en sumarið 1801, einsog fyrr hefir verið frá sagt; hina
siðustu hluta strandarinnar munu þeir Born og Aschlund hafa
mælt sumarið 1818, en voru ekki búnir með reikninga sina
og uppdrætti fyrr en á næsta sumri (1819). Það mun þvi
vera réttast aö segja, að hin eiginlega þríhyrninga- og
stranda-mæling hafi komið til framkvæmda á árunum 1801—1818.

Eins og vér höfum séð á þessari lýsingu var það mikið

og örðugt verk, sem nú var til lykta leitt, og var það Vnest

að þakka dugnaði þeirra Frisak’s og Scheel’s, að fvrirtækið

fékk heppilegan framgang og kafnaði ekki á miöri leið, þegar

öfriðurinn dundi yfir og margt komst í ólag i Danaveldi. Þeir

félagar dvöldu svo lengi á Islandi, aö þeir urðu nákunnugir

landsháttum og alvanir ferðalagi1 og gekk þvi seinni hluti

þríhyrningamælinganna miklu fljótar og varó vissari og i

meira samhengi en hinn fyrri; framan af var þaö líka til

tafar, að svo opt var breytt um mælingamenn. Ekki sést, að
t

Islendingar á þeim timum hafi gefið þessu mikilsverða fyrir-

tæki neinn gaum. framan af eiga mælingamenn mjög opt örð-

ugt með að fá tolk sér til hjálpar og er hvergi sjáanleg nein

hugsun Islendinga i þá átt aö styrkja mælingar þessar. sem

voru svo þarfar fvrir landið. þær hafa ekki vakið sérstaklega

athygli alþýóu, þeirra sést varla aldrei getið i ritum þeina
t

tima. A hinum seinni árum eru þó ýmsir hinir æðri
em-bættismenn mjög hjálpsamir við lautenanta, en ekki er þó
sérlega til þess að taka, af þvi það var beinlínis
embætlis-skylda þeirra; þess er einkum getið um Stefán amtmann
Stephensen, að hann hafi á ýmsan hátt stutt framkvæmdir
mælingamanna.

Nú er eigi hægt að fá fullkomna vissu um það, hve mikið fé
þríhyrninga- og strandmælingarnar kostuðu, þær voru sumpart
borgaðar af kollektusjóði, sumpart af rikissjóði, sumpart at
ýms-um öðrum sjóðum, og hefi eg hvergi getað fundiö neitt yfiriit yfir

Þeir Frisak og Scheel munu hafa kunnað íslenzku. því Scheel
getur þess eitt sinn í dagbók sinni. að hann hafi lesið íslenzkar sögur
í tjaldi sér til skemmtunar. (Hdrs. Bókmf. í Kmh. nr. 11, 8°).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0295.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free