- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
291

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

291

og var þad raunar eðlilegt, þvi þeir guldu litið kaup og ferð-

uðust um hásláttinn, en íslendingar voru hinsvegar óvanari

kvöðum en útlendingar. Ohlsen bar sig hvað eptir annaó

upp við stjórnina út úr þessu, svo af þvi spruttu allmiklar

bréfaskriptir. Um vorið 1803 (í bréfi dags. Kmh. 12. maí 1803)

biður Ohlsen stjórnina að gjöra ráðstafanir i þá átt, að al-

þýðumenn á íslandi séu skyldaðir til, annaðhvort ókevpis eða

fyrir litla ákveðna borgun, að reisa vörður og flytja mælinga-

menn yfir ár, firði og flóa og fylgja þeitn yfir fjallvegi þeir,

sem óhlýónast án þess sjúkdómar hindri eða eru latir og

þrjózkir við vinnuna, gjaldi 2—10 rd. sekt til fátækra. Rentu-

kammerið bar málefni þetta undir Ludvig Erichsen amtmann

og er hann (í bréfi 8-júní 1803) samdóma Ohlsen, aó eitthvað

t

þurfi til bragðs að taka, því Islendingar séu mjög þráir,
óskammfeilnir og kaupdýrir;1 hann samþykkir, að menn séu
að viðlögðum sektum með konungsboði skyldaðir til að
fram-kvæma hin fyrnefndu störf, en af því Islendingar séu óvanir
kvöðum og opinberri skylduvinnu, þá stingur hann upp á, að
borguð sé nokkur þóknun t. d. 12 sk. á dag fyrir fylgdir
og vörðubygging og 4 mörk fyrir mílu flutning á sjó á
fjögra- eða sexmannafari. Stjórnin ritar svo næsta ár
Trampe stiptamtmanni um hið sama málefni og er hann
(i bréfi 16. des. 1804) alveg samþykkur því, að alþýða manna
sé skylduó til þessarar vinnu, en segist ekki sjá neina ástæðu
til »að Islendingar fremur en aðrir þegnar Danakonungs
fái borgun fyrir opinbera skylduvinnu, sem framkvæma ber
að konungsboði«. Mál þetta hjaðnaði þó niður, enda gátu

’) Ludvig Erichsen kveðst sjálfur hafa reynslu fyrir því. hve
ákaf-lega kaupdýrir íslendingar séu. fyrir lítilfjörleg dagsverk setji þeir upp

2—4 mörk, flutningur fyrir einn mann yfir Skerjafjörð, frá
Skildinga-nesi að Bessastaða-skanzi. fjórðung mílu. kosti jafnvel heilan ríkisdal.
og fyrir tveggja til þriggja mílna ferð upp á Akranes taki menn 6 rd.,
en ef flutningurinn er svo mikill, að teinæring þarf með 10 hásetum,
þá verður að borga hverjum einn dal. formanni tvo. og fyrir Itátsleigu

3—4 dali. Fyrir hálfs annars dags fylgd frá Víðivöllum í Skagafirði
suður Sand segist L. E. hafa orðið að borga 4 rd., sem sé meira en
dagpeningar þeir, sem sér séu ætlaðir. þetta þætti ekki hátt kaup nú
á dögum. en er sett hér til samanburðar og fróðleiks um ferðaprísa í
byrjun 19. aldar. 19*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0299.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free