- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
306

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

306

færunum, sem notuð voru á Lambhúsum og sá sér því eigi

fært að sinna þessari beiðni.1 Fimm árum siðar (12. ágúst

1829) ber B.jörn Gunnlaugsson þá uppástungu fram fyrir stipts-

vfirvöldin. að þau vildu leggja til við stjórnina, að land-

mælingatól yrðu látin vera við skólann, svo þau væru til

taks ef á þyrfti að halda.2 Stiptamtmaður Krieger mælti með

uppástungu þessari og tók stjórnin vel undir, en ekki voru

i

verkfærin samt send til Islands fvrr en 1831.3 Um veturinn
1831 eptir nýár var það ályktað á fundi
Bókmenntafélags-deildarinnar í Reykjavík, að félagið skyldi verja nokkru af
tekjum sinum á ári til þess að láta mæla Island innanlands
og setja á uppdrætti og tókst Björn Gunnlaugsson á hendur
þann starfa, skyldi hann ferðast á hverju sumri. frá því skóla
var sagt upp á vorin til þess hann aptur var settur á haustin.
f*á var og ákveðið, að mælingar skyldu fyrst byrja á
Gull-bringu- og Kjósarsýslu. Hafnardeildin féllst á uppástungur
Revkjavikurdeildarinnar og hafði síðan alla aðalumsjón með
útgáfu uppdráttanna.4

’) Lovsamling for Island VIII. bls. 597.

3) Minningarrit Bókmenntafélagsins 1867, bls. 39.

3) Lovsamling for Istand IX. bls. 694—695.

*) H. J. Scheel segir í bréfi til 0. N. Otsens (13. des. 1832). að hann
hafi lieyrt, að nú eigi að fara að mæla innri hluta íslands >og at min
gamle, gode islandske Mathematicus Biörn Gunlögsen skal have
der-med at bestille. Saa duelig jeg fra de mathemathiske og theoretiske
Kundskabers Side anseer ham til at styre og lede et saadant
Fore-tagende. saa lidet troer jeg ham (efter mit Kiendskab til ham. og det
er ikke saa ringe) skikket til nogensinde at blive en god practicus og
in specie nogen duelig Observator. han maatte da meget liave
for-andret sig«. Scheel hefir auösjáanlega þekkt Björn að því. að hann
var undarlegur og utan við heiminn. og því haft þessa skoðun um
hann. en þegar til kom. varð allt annað ofan á teningnum. Björn
Gunnlaugsson var einmitt við mælingarnar mein-praktiskur og það svo,
að fáir mundu hafa jafnast við hann í þvi efni; hann hefir jafnan í
huganum aðalatriðin. sem mest lá á. en sleppir öllu óverulegu, sem
meiri þ)!ðingu hafði fyrir stærðfræðinga en landfræðinga. Hefði Björn
átt að mæla allt ístand eptir ítrustu stærðfræðisreglum, sem enginn
þekkti betur en hann, mundi hann aldrei hafa orðið búinn með
helm-inginn, hvað þá heldur meira. 1 þessu efni kunni Björn manna bezt
að haga sér eptir kringumstæðunum. sem fyrir hendi voru.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0314.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free