- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
307

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

307

Sumarið 1831 fór Björn Gunnlaugsson hinar fyrstu
mæl-ingaferðir og mældi þá allan Reykjanesskaga; hann byrjaði
ferð sína hinn 30. júní og var stöðugt á ferðum um
Reykja-nesfjöllin til hins 30. ágúst; gekk hann þá upp á marga hnúka
t. d. Grindaskarðahnúka, Geitafell, Lambafell og Vífilfell,
Kistu-fell, "Þorbjarnarfell, Þórðarfell og Keilir; gat hann með þessu
fengið nákvæmt yfirlit yfir skagann allan. Sumarið 1832
mældi hann Kjósarsýslu og mestalla Arnessýslu; fór hann
þá ekki á stað frá Sviðholti fyrr en 13. júlí upp á
Hellis-heiði og mældi Hengil og fjöllin þar í kring, síðan hélt hann
austur í Ölfus og svo um Flóa, Skeið og Hreppa; þokur og
votviðri töfðu þá mjög fyrir mælingunni. Undir haust (8.
september) lagði hann aptur á stað. fór um Mosfellssveit og
Kjós og mældi þær byggðir; hann gekk þá einnig upp á
Botns-súlur og mældi þaðan. Sumarið 1833 mældi Björn
Borgar-fjarðar- og Mýrasýslur; fór hann þá heiman að 1. júlí kringum
Esju og Hvaltjörð út á Akranes, þaðan um Leirár- og
Mela-sveitir að Hvanneyri, þá vestur á Mýrar og skoðaði þær
sveitir hið neðra allt vestur að Hítará, síðan íór hann hið
efra með fjöllum upp í Stafholtstungur og Norðurárdal og
gekk upp á Béiulu hinn 5. september; úr Norðurárdal fór
Björn upp að Kalmannstungu og svo að Húsafelli, þvínæst
skoðaði hann á suðurleið Reykholtsdal og Lundareykjadal,
reið svo upp á hálendið hjá Þverfelli, gekk upp á Skjaldbreið
og kom eigi heim fyrr en í lok septembermánaðar.

Sumarið 1834 mældi Björn Gunnlaugsson
Rangárvalla-sýslu og fór ekki á stað fyrr en 26. júlí; hélt hann fyrst austur
í Olfus, svo upp í Gnmsnes og Biskupstungur, þaðan upp á
afrétti og upp á Bláfell og mældi þaðan. Um sumarið 1833
gekk Björn Gunnlaugsson, einsog fyrr var getið, upp á
Skjald-breið og skoðaði þaðan meðal annars i góðum kíki hinn svo
kallaða Jökulkrók, er að Skjaldbreið horfir, og skyggndist eptir,
hvort ekki sæust þar gil, sem gengið gætu inn í Þórisdal
þann, sem talaó er um í Grettissögu; »fann hann 1 þrem
stöðum mögulegleika til gils eða dais, meðal annars var
dals-mvnni norður úr jökulkróknum nálægt botni hans, en af
Skjaldbreið varð ekki séð, hvort þetta var hvammur einn

20*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0315.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free