- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
332

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

332

þann tíma voru dimmviðri. svo revkurinn sást aldrei: Björn
fékk samt nákvæmar skýrslur um stefnu revkjarmekkjarins frá
ýmsum bæjum á Revkjanesskaga, reiknaði eptir þvi
hnatt-stöðu eldvarpsiiis og fannst það vera nærri Eldevjarboðum
(63° 29’ 54" n. br. og 25° 57’ 16" v. 1. frá París).1

Birni Gunnlaugssyni var með bréfi 2. maí 1846 fyrirskipað
af stjórninni að ferðast til Heklu til þess að mæla hæð,
um-mál og lögun reykjar- og öskusúlunnar, hann átti ennfremur
að athuga, hve hátt steinar köstuðust, og mæla hæð Heklu
eptir gosið til þess aó sjá. hvort hún hefði breyzt.2 Þegar
Björn fékk bréfið, var Hekla hætt gosunum, en
gufu-mökk nokkurn lagöi þó enn upp úr gígunum; Björn hafði
áður mælt goshæðina frá Sviðholti og gat því sent stjórninni
skýrslur um þær mælingar. Björn fór samt austur sumarið
1846 5. ágúst og kom aptur 10. september; í þeirri ferð
gekk hann tvisvar upp á Heklu 12. og 13. ágúst; fyrri daginn
var dimmt af kafaldi á fjallstindinum, en heióskýrt næsta
dag; heita gufu lagói þá viða upp úr sandinum efst. á Heklu
og jaróvegurinn var viða svo heitur, að menn þoldu hvorki
að standa né sitja, þó Björn gæti tundið einhvern kaldari
blett. þá fannst undir eins velgja. ef höndu var stungið niður
i sandinn. Eldgigur sá, sem hraunið rann úr, var aðeins 60
fet á hæð, 12 fet á dýpt og 36 fet að þvermáli að innan;
Björn mældi einnig hina gígina og afstöðu þeirra. Hæð
reykjarmekkjarins mældi Björn 5 sinnum um veturinn 1845
—46 frá Sviðholti og var hún mest 18882 fet yfir sjó eða
13921 fet yfir Heklutind.3 Frá Önundarstöðum i Landeyjum
hafói Björn þá fyrir mörgum árum (1834) mælt hæð Heklu,
nú fór hann þangað aptur í sömu erindagjöröum og fann

’) B. Gunlögsen: Forsög til en geographisk Bestemmelse af det
Sted hvor Vulcanen uden for Cap Reikenæs i Island viste sig i Aaret
1830 i Maanederne Marís og April. (Hdrs. Bókmf. í Kmh. nr. 30. fol.).

J) f>essi fyrirskipun var samin eptir uppástungu visindafélagsins
shr. Oversigt over Vidensk. Selskabs Forhandlinger 1846. bls. 67—68.

*) Hæðin var 14. október 1845 14934 fet yfir sævarmál, 9.
nóvem-ber s. á. 16536 fet, 20. nóvember 11730 fet. 5. febrúar 1846 13866 fet
og annað sinn sama dag 18882 fet eða 13921 fet yfir tind Heklu. sem
þá er reiknuð 4961 fet á hæð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0340.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free