- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
333

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

333

sömu hæö, svo ekki var útlit til, að hæö fjallsins heföi breyzt
viö gosið.1 Eystra safnaöi Björn nokkrum skýrslum um
eld-gosiö og athugaði og reiknaði ýmislegt, er snerti lögun
gíg-anna, kasthraða grjötsins úr fjallinu o. s. frv. Eptir því, sem
séð varö frá Stóranúpi, munu björg hafa kastazt. i gosinu
1800 fet beint upp úr gigunum þegar mest gekk á; þar af
reiknar Björn Gunnlaugsson, að byrjunarhraði steinanna, er
upp köstuðust, muni hafa verið 103 faðmar á sekúndu.

Útilegumannatrúin var fram eptir öldinni allmögnuð á
íslandi, svo margir héldu, að útilegumannabyggðir væru hér
og hvar í afkimum hálendisins inn á milli jökla. Samir
trúöu þvi jafnvel, að Björn Gunnlaugsson heföi á ferðum
sin-um hitt útilegumenn, en hefði skuldbundið sig til að þegja
yíir þvi. Til þess að útrýma þessari trú ritaði Björn
Gunn-laugsson grein »um stöðvar útilegumanna*2 og segir þar
meðal annars: vÞegar eg var að kanna og mæla innanvert
ísland, gjörði eg mér meðfram ömak fyrir að kanna þær
útilegumannastöðvar, sem eg heyrði um talað, og eg gat við
komið að kanna, og vildi eg eyða útilegumannatrúnni, að þvi
leyti, sem hún reyndist ösönn, en staðfesta það i henni, er
satt kynni að reynast. Mér þótti hálfvegis minnkun að þvi

’) Hæð Heklu var eptir mælingu Björns Gunnlaugssonar 4746 fet.
en eptir mælingu strandmælenda íá Uppdrætti Islands) 4961 fet. er þar
215 feta munur. þó segir Björn að litil líkindi séu til að Hekla hati
lækkað þetta siðan í byrjun aldarinnar, mismunurinn geti legið i
verk-færunum og mælingaraðferðinni; villutakmörkin á mælingum sinum (á
Heklu) segir hann geti hugsast mest um 126 fet, en séu þó líklega
innan við 60 fet. Frá Haga í Gnúpverjahreppi mældi Björn einnig hæð
Heklu frá rótum (yfir landið í kring) og fannst hún vera þeim megin
3612 fet.

J) íslendingur II. 1861, bls. 11 — 13. f>á kom grein í Norðanfara
1862. bls. 84—85. eptir sira Hákon Espólin. sem reyndi að sanna, að
útilegumenn væri til. Björn skrifaði á móti henni i Islendingi III. 1863.
bls. 167; þá kom enn grein í Norðanfara 1864, bls, 45, á móti honum.
Að lokum ritaði Sigurður Gunnarsson fróðlega grein um útileguþjófa í
Norðanfara 1865 (IV. bls. 3, 9—10, 12). Um ferðir sínar ritaði Björn
Gunnlaugsson nokkrar smágreinir í Skírni og Skýrslur og reikninga
Bókmenntafélagsins og um Þórisdal í Sunnanpóstinn og hefir þeirra
greina fyrr verið getið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0341.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free