- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
3

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kaupmannahafnar, hann haföi þegar i æsku haft mikinn hug
á náttúrufræói og er hann hafði lokið hinum fyrstu próíum
við háskólann, tók hann meö miklu kappi að stunda nám í
þeim greinum, sérstaklega hneigðist hann að dýrafræði og
fékkst einkum við hin æöri dýr, spendýr, fugla og fiska.
Eptir að Jónas kom út af Garöi hafði hann stjórnarstyrk til
náttúrufræðis-iðkana í 4 ár (1836—1840)1 og fékk lika
ferða-styrki; á þeim árum byrjaði Jónas rannsóknir á Islandi og
fór að safna til Islands-lýsingar. A árunum 1835—1838 var
Jónas heilsuhraustur og vann þá mest; aðalefni þess. er hann
ritaði, mun vera samið um þær mundir. Þegar á allt er
litið var það alls ekki svo lítið sem Jónas afkastaði á fám
árum, starfstími hans var alltof stuttur, hann varð sem
kunn-ugt er mjög skammlífur og heilsan bilaði snemma. Allt
sem Jónas ritaði var samið með mestu vandvirkni og
íslenzkan hans er svo lipur og létt, hrein og snildarleg, að
enginn hefir síðan getað við hann jafnast; málið á hinum
dönsku ritgjörðum Jónasar er lika prýöisfagurt. Um veturinn
1835 las Jónas ágripiö um fugla á Islandi á tundi Islendinga
í Höfn og á sama ári var ritgjörð hans »um eðli og uppruna
jarðar« prentuö i Fjölni. I ritgjörö þessari eru fyrst taldar
ýmsar fornar hugmyndir um myndun jaröar og svo skýrt frá
skoðunum vísindamanna um breytingar og byltingar þær, sem
menn þá ætluöu aö jöröin hefði orðiö fyrir. Jónas fylgir í
þessari grein kenningum Cuviers, sem þá réðu mestu, en
mun ekki hafa þekkt skoðanir hinna ensku jaröfræöinga, sem
um það leyti fóru að ryðja sér braut. Þó efni þessarar
rit-gjörðar sé nú meö öllu úrelt, þá er þó ánægja að lesa hana
vegna málsins. Ariö 1836 sneri Jónas grein um eðlishætti
fiskanna eptir Cuvier,2 og 1843 greinum eptir Schumacher,
um flóð og fjöru og um almyrkva á sólu í Vínarborg,3 þá
þýddi hann ennfremur stjörnufræði Ursins (Viðey 1842) og
sundreglur Nachtegalls (Kmh. 1836). fað er alkunnugt hve

’) Lovsamling for Island X. bls. 766 og XI. bls. 605. Alls veitti
stjórnin Jónasi 2617 rd. styrk.

4) Fjölnir II. 2. bls. 3—14.

3) Fjölnir VI. bts. 44—58.

1*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free