- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
63

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

63

vísindin eru nú lengra á veg komin, hinar einstöku
athugan-ir og rannsóknir eru að mörgu leyti gleggri og margbreyttari
en áður var, en höfundarnir, sem rituðu, af ýmsum þ.jóðum
og rit þeirra á strjálingi í tímaritum og bókum. I þessum
kafla munum vér stuttlega geta hinna helztu ferða og
rann-sókna, en síðar munum vér nánar tala um árangur
rann-sóknanna í hinum einstöku vísindagreinum. I
landfræðis-bókum á ýmsum málum eru á þessu tímabili prentaóur fjöldi
af stuttum lýsingum Islands, sem eigi eru frumlegar, en
byggðar á eldri bókum: i tímaritum og blöðum kom einnig
út fjöldi ritgjörða og greina um land og þjóð, en þessu öllu
sleppum vér, nema fáeinu, sem hefir einhverja vísindalega
þýðingu.

Sumarið 1850 kom hinn norski jarðfræðingur Iheodor

Kjerulj1 til Islands, hann fór allvíóa um land og jók
jarð-f

fræði Islands í ýmsum greinum, enda var hann
framúrskar-andi visindamaður og rannsakaði föðurland sitt Noregmeira og
nákvæmar en nokkur annar einstakur maður. Kjerulf
ferð-aðist i byrjun júnímánaðar 1850 frá Reykjavik til Keflavíkur
og síðan um Mosfellsheiði að Þingvöllum og til Geysis, þar
dvaldi hann í 4 daga og mældi hita hveranna, optsinnis á
hverjum degi, svo fór hann um Hreppa austur að Heklu og
dvaldi á bænum Hálsi rúma viku, gekk upp á Heklu 23. júní
og skoðaði hraun og fjöll íkring, síðan reið hann upp í
Borgarfjörð í Norðurárdal, hafði 8 daga aðsetur á
Dyrastöð-um og rannsakaði nákvæmlega fjöllin þar íkring, einkuin

’) Theodor Ejerulf var fæddur í Kristianíu 30. marz 1825, tók próf
í steinafræði 1847 og fór snemma að ferðast til náttúrufræðisrannsókna
í Noregi og var þá opt á ferð með Jörgen Moe. er safnaði þjóðsögum.
Sumarið 1850 ferðaðist Kjerulf á íslandi og 1852—1853 dvaldi hann á
Þyzkalandi og stundaði efnafræði hjá Bischoff í Bonn, og Bunsen í
Heidelberg; 1858 varð Kjerulf kennari (lektor) við háskólann i
Kristi-aníu, og 1866 prófessor. Eptir uppástungu Kjerulf’s 1858, var
stjórnar-stofnun til jarðfræðisrannsókna (Norges geologiske Undersögelse) komið
á fót og varð hann stjórnandi hennar. og ferðaðist síðan á hverju ári
um Noreg til rannsókna og samdi margar ágætar ritgjörðir um árangur
ferðanna. Theodor Ivjerulf var einnig skáld gott og rithöfundur, hann
andaðist í Kristianiu 25. október 1888.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free