- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
73

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

73

William Lauder Lindsay1 feröaöist meö fööur sínum hér
á landi sama sumar sem fyrr var getið og safnaöi miklu af
plöntum, einkum hinum lægri, því hann var sérfræðingur i
mosum og skófum (lichenum) og hefir margt um þær
plönt-ur ritað. Paö vor, i maímánuði, gaus Katia sem kunnugt er
og samdi Lindsay ritgjörð um gosið með tilstyrk dr. Jóns
Hjaltalíns landlæknis og Jóns Arnasonar bókavarðar; telur
höf. einnig hin etdri gos og lýsir dálítið landslagi og
jarö-fræði þeirra héraða. I ritinu er og margt fleira af ýmsu
tagi, meöal annars dálitið um almenna jarðfræði Islands og
sérstaklega um móbergiö, þar eru líka prentaðar kemiskar
rannsóknir nokkurra bergtegunda, hverahrúðurs og vatns úr
Laugarnes-laugum og úr brennisteinshverum i Krísuvík2. Þá

r

samdi Lindsay einnig yfirlit yfir grasafræði Islands3 og
ýmis-legt um hinar lægri jurtir á íslandi, sem lítið höfðu veriö

r

kannaðar áður4. Á þessu sumri feröaöist einnig dr. G

’) W. L. Lindscty, læknir og grasafræðingur (1829 -1880) f. í
Edin-burgli 19. des. 1829, stundaði tæknisfræði og grasafræði við háskólann
í Edinburgh, varð 1854 læknir við kóleru-spítala í sama bæ og síðar
læknir við spítala í Dumfries og Perth. Rannsakaði helzt »lichena« og
ritaði »The History of British Lichens* 1856. Arið 1860 ferðaðist
Lind-say til íslands og 1861—62 til New Zealand og reit grasafræði þess
lands (»Contributions to New Zealand Botanyt 1868), síðan fór
hann grasaferðir um Norður-fyzkaland, Noreg og víðar og samdi
rit-gjörðir um hinar lægri jurtir í þessum löndum. Ein af frægustu
bók-um hans heitir: »Mind in the Lower Animals in Health and Decease».
Lindsay dó í Edinburgh 24. nóv. 1880.

J) W. L. Lindsay: On the eruption in may 1860 of the Kötlugjá
Volcano, Iceland (Edinburgh New Philosophical Journal. New Series.
Januar 1861) 52 bls. 8° með korti. Um sama gos höfðu áður verið
prentuð bréf frá dr. Jóni Hjaltalin í »Perthshire Advertiser, or
Strath-more Journal for 16th August 1860« (Recent Eruption of the Kötlugjá
Volcano, Iceland). Sbr. Proceedings of the Royal Society of Edinburgh
Vol. IV. 1860—61. No. 54 bls. 387-389.

3) W. L. Lir.dsay; Flora of Iceland í Edinburgh New Philosophical
Journal. July 1861 og í Transactions of the Botanical Society of
Edin-burgh Vol. VII.

4) W. L. Lindsay: Contributions to the Lichen-flora of Northern
Europe (The Journal of the Linnean Society. Botany. Vol. IX. London

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free