- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
74

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

74

Benguerel frá Neuchatel hér um land til þess að athuga
fugla1.

t

Sumarið 1860 komu margir aðrir ferðamenn til Islands.
sem ekki voru vísindamenn; þá stóð mikið til, því þá var
áformað að leggja fréttaþráð til Ameríku um Færeyjar,
Is-land og Grænland. Um þessa fvrirætlun var þá mikið ritað
og rætt og eru um það margar greinir i blöðum og tímarit-

r

um frá þeim árum. skipinu »Fox« kom T. P. ShafTner

ofursti til Islands og gekk á land á Berufirði, með honutn

voru meðal annara dr. Bae og Th Zeilau og Arnljótur Ólafs-

son, sem fulltrúar dönsku stjórnarinnar. f’eir fóru landveg

til Beykjavikur norðanlands til þess að líta eptir, hvort þar

væri hægt að leggja fréttaþráð um landið, fóru þeir sem leið

liggur frá Berufirði norður að Mvvatni, síðan á Akureyri og

þaðan suður Eyfirðingaveg. Engan vísindalegan árangur hafði

þessi ferð og ekkert mældu þeir á leiðinni nema allmargar

hæðir með loptþyngdarmæli, en flestar mælinganna virðast

æði óáreiðanlegar, þannig segja þeir Beykjahlíð 679 fet yfir

sjó í stað 930’ og Geysi 607’ í stað 370’. Þess má þó geta,

að þeir á sjóferðinni mældu dýpi sævarins á nokkrum
stöð-t

um nærri Islandi2.

1867, bls. 365—416). þar eru taldar 67 tegundir íslenzkra skófna.
W. L. Lindsay: List of Cladoniæ collected in Iceland, Farö, and
Kor-way (s. st. Vol. IX. bls. 419-422). W. L. Lindsay. On tbe
Proto-phyta of lceland (Quarterly Journal of Microscopical Science. Vol. VII.
New Series. London 1867, bls. 197—203).

’) fjóðólfur XII. 1860, bls. 109. Norðri VIII. bls. 78. G. Benguerel
kvað hafa ritað »Voyage en Islande* i Bulletins de la société des
scien-ces naturelles de Neuchatel. 1861, V. 445, en í þá ritgjörð hefi eg ekki
getað náð.

’) Th. Zeilau: Fox-Expetitionen i Aaret 1860 over Færaerne,
Is-land og Gronland med Oplysninger om Muligheden af et nord-atlantisk
Telegraf-Anlæg. Kbhavn 1861, 8° (234 bls.). Sbr. The northatlantic
telegraph, via the Faröe Isles, Iceland and Greenland. Preliminary
reports of the surveying expeditions of 1860, on the deep seas, landing
places, land sections etc. London 1861, 8° (59 bls.). The
northat-landic telegraph (Proceedings of the royal geogr. society 1861, 8°,
(104 bls.). The North-Allantic Telegraph. Miscellaneous reports
spee-ches. and papers. The results of the surveying expedition of 1859.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free