- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
76

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

76

Drangajökul, en fékk dimmviðri á jöklinum og sá lítiö.
Síð-an fór Shepherd um Norðurland, austur að Mývatni og
ætl-aði svo að fara Sprengisand og til Fiskivatna, eða jafnvel í
Odáðahraun, en hvarf frá þeirri áætlun og fór vanalegan veg
vestur sveitir. Annar Englendingur (Mr. Gould) ætlaði að
fara Vatnajökulsveg, en hætti líka við það1.

Sumarið 1871 kom Englendingurinn William L. Watts2

fyrst til Islands, hann var einn af hinum vöskustu og þrek-

t

mestu ferðamönnum, sem nokkurn tíma hafa komið til
Is-lands, hann hafði mikinn áhuga á að kanna jökla og öræfi
og hafði kjark og dugnað til þess að halda áformum sínum,
þó við örðugleika væri að stríða. Það var því mikið mein,
að Watts var enginn vísindamaður, svo ferðir hans urðu að
minni notum, en annars hefði mátt verða. Það er því
mið-ur allt of algengt, að enska ferðamenn, sem hafa þrek og
vilja, hugrekki og nægilegt fé, vantar það sem mest á ríður,
visindalega þekkingu, svo árangurinn af dugnaði þeirra
verð-ur lítill eða enginn, ferðirnar verða meir til gamans en gagns.
Þó urðu nokkur not að ferðum Watts, því hann kannaði
al-veg ókunnar stöðvar og ritaði ítarlega um ferðir sínar.
Sum-arið 1871 var Watts samferða enskum vísindamanni, sem
heitir JoJin Milne, hann er jarðskjálftafræðingur alkunnur, en
ekki veit eg.til að hann hafi ritað neitt um ferðir sinar á
Islandi. Þeir fóru um Suðursýslur austur að Núpsstað og
gengu á jökul nærri Grænafjalli upp af Núpsstaðaskógi. A
þessari ferð mun Watts fvrst hafa fengið löngun til þess að
reyna að brjótast norður yfir Vatnajökul, en eigi gat hann
komið því áformi í verk fyrr en fjórum árum síðar.

í júnímánuði 1874 kom Watts til Islands aptur og fór
vanalega leið austur í Mýrdal, þar gekk hann 15. júli uppá
Búrfell og Gæsatind og lýsir landslagi þar ikring; á leiöinni
niður frá Gæsatindi varð Watts að vaða yfir Hafursá og var

’) C. W. Shepherd: The North-West Peninsula of Iceland. Being
the Journal of a Tour in Icelancl in the Spring and Summer 1862.
Lon-don 1867, 8° (XII + 162 bls).

2) Watts var ungur lögfræðingur, sbr. Ch. G. W. Lock: Home of
the Edda’s. bls. 22—23.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free