- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
77

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

< I

nærri drukknaður. Hinn 26. júlí lagði Watts á stað upp að
Mýrdalsjökli og ætlaði að skoða Kötlugjá, en Englendingar
sem með honum voru vildu þegar til kom eigi ganga á
jök-ul, svo Watts varð að hverfa frá. Þrem dögum síðar lagði
hann aptur á stað, og hafði tvo íslenzka fylgdarmenn, en
annar þeirra varð blindfullur á leiðinni, svo varð að skilja
hann eptir, þó komst Watts upp að jökli og tjaldaði þar,
en átti slæma nótt sakir illviðris. Varð Watts nú aptur að
fara til byggða til þess að fá nýjan fylgdarmann og loks gat
hann lagt á Mýrdalsjökul 1. ágúst og hafði tvo hrausta og
hugrakka Islendinga til fylgdar sér; komust þeir kippkorn
uppá jökul og sáu hinn skeifumyndaða jökuldal, þar sem
Katla liggur undir fönnum. Næsta dag komust þeir upp á
hina hæstu bungu Mýrdalsjökuls og telur Watts hana 5750
fet á hæð. Síðan ætluðu þeir norður vfir, niður á
Mælifells-sand, en urðu að snúa aptur sakir þoku og snjómuggu.

Þess hefir fyrr verið getið, að þeir Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson gengu á Mýrdalsjökul 1756 og ætluðu að skoða
Kötlu, en urðu frá að hverfa sakir illviðris. Eptir gosið 1823
gekk Jón prestur Austmann á Mýrdalsjökul og skoðaði Kötlu,
og hefir Kötlugjá aldrei verið skoðuðíslaus í annað sinn. Hér
þykir því við eiga að skjóta inn lítilli grein um þessa ferð.
Jón Austmami (1787—1858) var þá prestur í Álptaveri,
en varð síðar prestur í Vestmannaeyjum, hann hefir samið
ritgjörð um lvötluhlaupið 1823, sem enn er til 1 handriti og
aptan við er viðbætir um ferð hans til Kötlugjár.
Þriðju-daginn hinn 12. ágúst 1823 fór síra Jón Austmann á stað frá
Skálmarbæ í Veri í eindreginni en þó hægri norðanátt einni
stundu fyrir dagmál; með honum var forkell Jónsson
hrepp-stjóri og tveir menn aðrir, riðu þeir upp að jökli vestur af
Sandfelli á Mýrdalssandi og skildu þar eptir hestana um
mið-munda. Þar lögðu þeir upp eptir löngu gljúfri. sem liggur
inn í jökulinn og komust rétt um miðaptan hindranalaust
uppundir norðurbarm Kötlugjár, en af því ómögulegt var að
komast að gjánni fyrir þéttum og feykidjúpum
jökulsprung-um, gengu þeir á einni stundu uppá tind norðan við gjána.
í*ar var röð af -1 tindum frá austri til vesturs og var í þeim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0089.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free