- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
95

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

95

ljósi álit sitt við stjórnina, að meðferð á henni væri ekki hin
bezta og réði til umbóta1.

Þegar Askja gaus 1875, vakti gosið athygli manna utan
lands og innan, enda barst askan þvers yfir Atlantshaf til
Noregs og Sviþjóðar og var mikið um það rætt og ritað. A.
E. Nordenskiöld hélt ræðu um öskufallið í visindafélaginu
sænska i Stokkhólmi2 og H. Mohn í vísindafélaginu í
Kristi-aníu3. Þegar eptir fyrstu gosin úr Öskju voru fjórir menn
gerðir út úr Mývatnssveit til þess að gá að eldinum4. Þeir
fóru á stað suður um Ódáðahraun 15. febrúar og fengu gott
veður og bjart. Peir komust upp í Öskju, en gátu ekki
skoð-að neitt nákvæmar fyrir grjótfluginu úr eldgosinu og komust
ekki að gígunum. Af frásögu þeirra má ráða, að þá hafi
gígirnir í suðausturhorni Öskju verið að gjósa; vatn
mynd-aðist úr vatnsgufum, og var þegar farið að mynda tjörn,
lík-lega þá sömu, sem er í jarðfallinu enn. Lýsingin er svo
ónákvæm, að ekkert er hægt að sjá um jarðfallið. Um
miðj-an vetur 7. febrúar 1876 fór Jön porkelsson frá Víðirkeri við
annan mann út í Öskju til þess að skoða eldstöðvarnar þar.
Fóru þeir frá Svartárkoti og stefndu norðvestur í Dyngjufjöll,
var veður gott framan af degi og færð allgóð; komu þeir
undir fjöllin i rökkri og héldu síðan upp skarð i fjöllunum,
er síðan heitir Jónsskarð. Þá tók veður að versna, gerði á
þá ofsahvassviðri með skarahríð, sandhrið og grjótílugi; er
þeir fóru heimleiðis sáu þeir steina á fönnunum nærri
hnefa-stóra. Þegar þeir voru komnir upp í fjöllin, reyndu þeir að
skyggnast um, en sáu ekkert fyrir myrkri, grófu þeir sig
síð-an í fönn og sváfu um nóttina. Um morguninn hinn 8. var
bezta veður, skoðuðu þeir þá Öskju og lýsti Jón Þorkelsson
eldstöðvunum fyrstur manna nákvæmlega. Voru þeir 12
stundir framaó gigunum og 11 tilbaka5.

’) Tíðindi um stjórnarmálefni íslands III. bls. 532—33, 637—39.

a) Aftonbladet 1. april 1876. Sbr. Neues Jahrbuch fiir Mineralogie
1875, bls. 399 og Ausland 1875, bls. 466—69.

3) H. Mohn: Askeregnen den 29. —30. Marts 1875 (Forhandlinger
i Videnskabernes Selskab i Christiania 1877. Christiania 1878, nr. 10).

4) Norðanfari XIV. 1875, bls. 26.

’) Norðlingur I. 1876, bls. 149—151.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free