- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
119

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

119

ing landsins, um jökla, eldfjöll og annað, er snertir »fysiska«
landfræði. Þö hefir framförin í þessum greinum verið miklu
meiri eftir 1880, en landlagsmynd sú, er fékkst með
Upp-drætti Islands var nauðsynlegur og ómissandi grundvöllur.
I þessum kafla munum vér aðallega tala um framfarir i
þekk-ingunni á sjónum kringum strendur landsins, af því þess
hefir ekki áður verið getið að mun og svo munum vér geta
nokkuð um rannsókn loptslags og veðráttufars.

Nærri öl! þekking, sem menn nú hafa um sjóinn
kring-um Island um eðli hans og efni, um hita, isrek og straurna,
um seltu og dýpi, hafa menn fengið með rannsóknum á 19.
öld. Fyr vissu menn mjög lítið um þessar greinir
visind-anna, enda höfðu menn þá engin tæki til slikra rannsókna.
Mjög snemma tóku menn eptir hreyfingum hafsins einsog
þær lýstu sér í hafísreki og rekavió og höfum vér mjög opt
getið þess áður i þessu riti. Konungsskuggsjá lýsir ágætlega
hafísnum i Grænlandshafi1, og á sú lýsing eins við Island,
þö íslenzkra ísa sé eigi beinlinis getið, þar segir meðal
ann-ars: »Isar þessir eru undarlegir að náttúru; þeir liggja
stund-um svá kyrrir sem ván er at með sundrslitnum vökum eða
stórum fjöróum, en stundum er svá mikil ferð þeirra ok
á-köf, at þeir fara eigi seinna en þat, skip. er gott byrleiði
hef-ir, ok fara þeir eigi sjaldnar móti veðri en fyrir, þegar sem
þeir taka ferðina«. Þar er og gerð aðgreining á flötum ís,
sem er fjögurra álna eða fimm á þykkt, og fjalljökum.
^Þeirra vöxtur er eptir því sem hátt fjall standi upp or
haf-inu, ok blandask eyvitar við aðra ísa, nema sér einum
sam-an heldur hann«. Siðar er hafíssins getið að einhverju i
i flestum ritum um Island, einsog opt hefir áður verið
á-drepið, en litið er vanalega á því að græða. Hið sama má
segja um rekaviðinn, hans er víða getið, en mjög eru
skoð-anir hinna fyrri höfunda á 16. og 17. öld misskiptar að því
er snertir hin fyrri heimkynni rekatrjánna. M. Frobisher
ætlar 1576 að þau komi frá New-Foundlandi, en flestir telja
þau komi úr norðri og austri, en eru eigi á eitt sáttir úr

’] Speculum regale. Konungs skuggsjá. Christiania 1848, bls. 40.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0131.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free