- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
126

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

126

Látrabjargi verður isinn aldrei landfastur, en á allri leið frá
Rit norður og austur um land að Eystra-Horni við Lón ber
það við, að hann festist við land; við Suðurland er ísinn
sjaldgæfur, þar kemur aðeins hroöi og strjálir jakar, en varla
ber það viö að jaki á stangli flækist inn á Hreióafjörö eða
Faxaflóa. I ritgjörðinni er ýms fróðleikur um strauma, en
mest er þar talað um isinn.

Islendingar rituðu og á þessum árum ýmislegt um hafís-

r

inn. Arið 186<) Iét dr. Jón Hjaltalín prenta fyrirspurnir um
hafís í blaðinu Islendingi1 og bað fróða menn fyrir vestan,
norðan og austan að svara þeim og urðu þrír menn við bón
hans, sinn úr hverjum fjórðungi. I grein Hjaltalíns er meðal
annars spurt um hafisár á 19. öld, um veðurlag meðan is er
fyrir landi, um rek íssins fyrir vindum og straumum o. rn.
fl.; alls eru spurningarnar 20 að tölu. Fyrsta svarið kom frá

r

sira Sveinbirni Eyjólfssyni í Arnesi og segir hann frá
hafísn-um eitisog hann sýnir sig við Strandasýslu2). annað frá Einari

r

Asmundssyni i Nesi um haf’ísinn við Norðurland3 og hið þriðja
frá J. Sigfússyni á Ketilstöðum um ísinn við Múlasýslur4. I
öllum þessum greinum er samsafnaður mikill fróöleikur og
revnzla um hafís, veöráttufar og strauma vió strendur Islands,
og eru þær ómissandi fyrir alla þá, er vilja kynna sér þessi
efni; vér verðum að vísa i greinarnar sjálfar af því ítarlegt
efnisvfirlit mundi taka hér of mikiö pláss. Annars er
ýmis-legt um hafís og veðráttufar dreift út um flest íslenzk
tíma-rit á 19. öla. Eptir miðja öldina voru Eyfirðingar öðrum

’) íslendingur I. 1860. bls. 135-136.

2) Bréf frá sjera Sv. Eyjólfssyni í Arnesi i Strandasýslu til
jústiz-ráðs J. Hjaltalins dags. 21. d. jan. 1861 (íslendingur II. 1861, bls. 29—
30, 34—36).

3) Hafísinn við norðausturströnd íslands (íslendingur II. 1861, bls.
116-118).

*) Hafisinn við Múlasýslur (íslendingur III. 1862. bls. 58—60.
62-63). í Sæmundi fróða I. 1874. bls. 102—109 eru •Geografiskar athuga.
semdir um stöðu íslands gagnvart hafisrekinu frá norður-heimskautinu«
eptir barón Letourneur, ómerkilegar J. Babinet: L’océan Islandais
(Bevue des deux mondes. Paris. November 1857, bls. 122—137) snertir
mest ferð Napoleons til íslands og inniheldur ekkert nýtt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free