- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
132

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

132

þær eru flestar ófullkomnar og ófullnægjandi. Tíðavísur um
árferði og helztu viðburði hafa margar verið ortar og eru
sumar prentaðar1. Ennfremur er árferðis að nokkru getið

r

víðsvegar í ýmsum bókum og einna mest í Arbókum Jóns
Espólíns, þó vantar þar mikið á, að árferðislýsingin sé
full-komin, eptir þeim gögnum, sem til eru. Þegar annálum fer
að fækka á seinni hluta 18. aldar, taka tímaritin við, fyrst
mánaðarrit Magnúsar Ketilssonar, þá Minnisverð tíðindi og
svo hvert tímaritið af öðru.

r

Arferði og skepnuhöld hafa einsog eðlilegt er frá
önd-verðu verið aðalumtalsef’ni manna á Islandi á heimilum og
mannfundum, bjargræðisvegir manna og líf er undir því
kom-ið, að bærilega viðri, og þýðing árferðis var á fyrri öldum
enn meiri en nú, því fyrirhyggjuleysi og slæm hey-ásetning
kom þá opt almenningi á kaldan klaka. Pað er tekið fram
um Þorlák biskup helga i sögu hans2, að »hann var svá varr
í sínum orðum, at hann lastaði aldrei veðr, sem margir gera«
og má af því ráða, að eigi hefir fornmönnum alltaf líkað
bet-ur veðrið en oss. Snemma fóru menn að líta eptir útliti
lopts og skýjafari og reyndu að ráða í veðurbreytingar og
þótti mikið til þeirra koma, sem getspakastir voru i þessu
efni. Edda segir, að Satúrnus hafi verið svo mikill »á þá
íþrótt er phítonsandalist heitir« að hann sagði fyrir »árferð
og marga aðra leynda hluti«, þar er þess og getið, að
Babels-turn hafi verió svo mikið smiði, að »hann tók upp or
veðr-um«. Rymbeigla og Konungs-skuggsjá revna að gjöra nokkuð
grein fyrir vindum og veðráttu, en mjög er það á kynlegan
hátt. Seinna fóru menn að taka mark á ýmsum hlutum,
hvernig veður mundi verða, tunglkomum, stjörnum og öðru,
sem engin eóa lítil áhrif hefir á lopthvolfið og sögðu fyrir

3. h. bls. 24—31; 4. h. bls. 22-35). Fimbulvetur (Sæmundur Fróði I.
1874, bls. 29-32. 44—48, 77—80). Álexander Bjarnason: Um
ball-æri (Fróði III 1882, bls. 243—247) o. fl.

J) Jón Bjaltalín: Fimtíu og sex tíðavísur yfir árin 1779—1834.
Kmhöfn l8:-:6, 8°. pórarinn Jónsson: Fimtán tíðavísur um árin 1801—
1815. Akureyri 1853, 8°.

J) Biskupasögur I. bls. 107.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free