- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
133

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

133

árferði; mest fengust menn við þesskonar veðurspár á 17.
öld (II. bls. 66—67) og er mikið af þeim fróðleik um veður,
sem menn þá rituðu i bækur, aðfengið frá útlöndum, er
þetta allt mjög blandað hindurvitnum og að litlu eða engu
nýtt, þótt sumt hafi haldizt hjá alþýðu fram á vora daga.
Mest var tekið tiilit til veðurs á jólum (jólaskár) og svo
mið-að við ýmsa aðra helgidaga og margar visur ortar til
leið-beiningar1. Margir fyrirboðar og kreddur um veðráttufar eru

r

taldar i þjóðsögum Jóns Arnasonar og í Atla Björns
Hall-dórssonar2. Þá má ennfremur geta þess, að mörg skáld á
17. öld ortu um árferði langa hallærissálma, sem enn eru til,
hélzt sá siður langt fram á 18. öld3 og höfum vér getið um
ýmislegt af þvi fyrr í þessu riti. Það voru fyrst Félagsritin
gömlu, sem tóku að fræða islenzka alþýðu um veðráttufar
eptir vísindalegri þekkingu manna á þeim tímum og var
rit-gjörð Magnúsar Stephensen’s um »meteora og veðráttufar«4
hið fyrsta yfirlit yfir veðurfræði, sem prentað var á íslenzku;
þá reit Stefán Björnsson um »teikn til veðráttufars af sólu,
tungli og stjörnum, lopti, jöröu, vatni og dýrum«5 og
ýmis-legt um svipuð efni má lesa í dr. Biisching’s »ágripi af
nátt-úruhistoríunni« og öðrum ritgjörðum i sama tímariti.

Um miðja 18. öld var fyrst farið að athuga loptslag á

r

Islandi á visindalegan hátt með stöðugum daglegum hita og
loptþyngdar-mælingum, þó voru þessar athuganir framan af

Sbr. Jón porkelsson: Digtningen paa Island i 15. og 16. Aarh.
Kbhavn 1888, bls. 35, 36. 59—60, 61, 62 og víðar. Almanak
Þjóðvina-félagsins 1876, bls. 35; 1900. bls. 62—63.

’) íslenzkar þjóðsögur II. bls. 559—567. Af veðráttufarsmerkjum
í Atla. Kmhöfn 1834. bls. 152-166. eru mörg útlögð af Gisla presti
Bjarnarsyni í Grindavik 1649, en sum tekin eptir Sunnmæra
veður-spám. Ensk útlegging af veðráttumerkjum Atla eptir ólaf Pálsson er
prentuð í -Quarterly report of the Meteorological Society of Scotland
for 1861« I. bls. 12; III. bls. 16-17.

3) Kvæði um veturinn mikla 1753—54 eptir Svein Sölvason
lög-mann er prentað í Sæmundi Fróða I. bls. 66—70 og ýms hallæriskvæði
í bók Jóns þorkelssonar »Digtningen« etc., í Vísnabókinni og víðar.

4) Rit Lærdómslistafélagsins III. 1783, bls. 122—192.

s) Rit Lærdómslistafélagsins VIII. 1788, bls. 109-150.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0145.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free