- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
145

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

145

R. Bunsen ritaði, einsog fyrr var getið, margar merkilegar
ritgjörðir um bergfræði Islands og setjum vér hér í þennan
kafla örstutt yfirlit yfir aðalefni þessara ritgjörða til þess að
sýna skoðanir þessa mikla vísindamanns. Hin fyrsta ritgjörð
hans, er mest snertir hveramyndanir á Islandi1. byrjar með
stuttu yfirliti yfir jarðmyndun Islands einsog Bunsen hefir
hugsað sér. Höf. getur þess fyrst, að samband sé milli
hvera-og eldfjallastefnu á Islandi, gígaraðirnar ganga frá SV. til NA.
og eins hverasprungurnar, þær liggja þvers um fjöll og dali,
án þess þær séu nokkuð bundnar við landslagið. Bunsen
heldur að möbergið sé hin elzta jarðmyndun á Islandi, en
síðan braust trachyt igegnum það og hóf það nokkuð, á hinu
þriðja tímabili var hækkun landsins mest og stórkostlegust,
þá myndaöist hið eldra blágrýti og lög af því og álmur af
því tróðust inn i móbergið; á hinu fjórða timabili braust
upp »olivin«-ríkt basalt og myndaði það ganga í hinu eldra
blágrýti; á seinasta tímabilinu, hinu fimmta, mynduðust hin
nýju eldfjöll og hraun. Pað þarf varla að taka það fram. að
þetta yfirlit yfir myndunarsögu landsins siðar meirreyndist mjög
fjarri lagi. Hvað almenna jarðfræði Islands snerti var varla
von að Bunsen kæmist að réttri-niðurstöðu, því hann hafði

aðeins fljótlega farið yfir miðbik landsins, en efnarannsóknir

t

hans brugðu ljósi yfir margt, er snerti bergfræói Islands, hann
grannskoðaði kemiskar ummyndanir bergtegunda og sýndi
fyrstur manna orsakir hveragosa. Ritgjörö Bunsen’s um
ís-lenzkar bergtegundir2 vakti mikla athygli visindamanna og
hafði töluverð áhrif’ á rannsóknir annara. Bunsen reyndi að
flokka bergtegundirnar eptir efnasamsetningu þeirra og komst
að þeirri niðurstöðu, að innan i jörðinni væri aðallega
tvenns-konar eldleðja, »normaltrachytisk« með mikilli kisilsýru (76 °/o)

x) R. Bunsen: Ueber den innern Zusammenhang der
pseudo-vulkanischen Erscheinungen Islands (Annalen der Chemie und
Pharma-cie herausgegehen von Fr. Wöhler und J. Liebig Bd. 62. Heidelberg
1847. bls. 1—59).

’) R. Bunsen: Ueber die Processe der vulkanischen
Gesteins-bildungen Islands (Poggendorffs Annalen Bd. 83. 1851, bls- 197—272).

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free