- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
147

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

147

kringum sprungurnar. svo það varð að hálfsundurliðuðu
mó-bergi og »mandel«-steinum. Svona gaus á mararbotni hvað
eptir annað, mörg þúsund sinnum og jaröskorpan hófst og
hækkaði meir og meir. Af þessu mynduðust móbergs- og
blágrýtislög á víxl með marg-samtvinnuðum göngum og
hraunæðum. Siðan braust trachyt hér og hvar gegnum
mó-bergið og hóf jarðarskorpuna enn þá meir, þá komu enn
blágrýtisgos og þessu hélt áfram unz Island var risið úr sjó

r

og orðið allstórt land. Island huldist nú smátt og smátt

gróðri og jarðvegi og varð skógivaxið, en ný gos eyddu skóg-

unum og hraun hlóðust á hraun ofan þangað til landið var

t

orðið eins hátt einsog það er nú. Isrákir sá Sartorius vou
Waltershausen víða, en vildi ekki kannast við, að þær væri
skriöjöklum að kenna, hann hugsaði sér að lagnaðarís fjarða
hefði fágað klappirnar á vorin og svo væri rákirnar tilorðnar
meðan landið var að rísa úr sjó. Þessar hugmyndir Sart. v.
Waltershausen’s um myndun Islands eru nú alveg úreltar og
þarf hér ekki að hrekja hið einstaka. Engin sönnun hefir
fengizt fyrir myndun íslands á mararbotni og þó trúðu flestir
jarðfræðingar á það framundir 1880, allar athuganir mæla
með því, að blágrýti og móberg hafi myndazt ofansævar og
nú vita menn aö móbergið er yfirleitt yngra en blágrýtið, og
að liparit-gos hafa orðið á öllum tímabilum, æðar og lög af
þeirri bergtegund finnast bæði í hinum elztu og yngstu
jarð-myndunum Islands. Hinar einstöku athuganir og rannsóknir
þeirra Bunsen’s og Sart. v. Waltershausen’s, sem vér síðar í
þessum kafla munum drepa nokkuð á, eru margfallt betri en
hinar almennu hugleióingar þeirra og svo var um flesta hina
eldri jarðfræðinga, þó þeir væru að reyna að gjöra sér
al-mennar hugmvndir um myndun landsins, þá var þó tíminn
enn ekki kominn til þess að draga almennar ályktanir út af
hinum dreifðu og ónógu athugunum. Þeir Bunsen skoðuðu
mest móbergshéruðin og bvggðu hugmyndir sínar á því sem
þeir þar sáu, hinum afarmiklu blágrýtisfjöllum veittu þeir
miklu minni athygli. Þess má geta að Sart. v.
Waltershau-sen benti á, að islenzk eldfjöll væri bundin við sprungur og
gígirnir tiltölulega litlir, gat hann ekki samrýmt þau við

10*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0159.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free