- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
154

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

154

Surtarloga. Ole Worm lýsir fyrstur surtarbrandi (II. bls.
170—171) og nokkru seinna (1663) sendir danska stjórnin
Niels Jörgensen til Vestfjaröa til þess að safna surtarbrandi.
Eggert Olafsson (III. bls. 50—51) rannsakar surtarbrandinn
fyrst á vísindalegan hátt og finnur 1753 blaðför í leirflögum
við Brjámslæk. hann tekur af öll tvímæli og sýnir að
surtar-brandurinn er fornar skógarleifar at trjám, sem vaxið hafa á

r

staðnum. Aður (1749) hafði Eggert þó verið á annari
skoð-un, hann hélt að kol eða aðrar skógarleifar gætu ekki veriö
til óbreyttar á Islandi, af því það væri allt eldbrunnið1.
Egg-ert athugar einnig hæðahlutföll surtarbrandslaganna og ætlar
að þau séu á þrem mótum af mismunandi hæó; hánn fann
surtarbrand mjög víða og er ferðabók hans í því efni þýð-

r

ingarmikil sem i öðru, A seinni hluta 18. aldar höfðu menn

mjög mikinn hug á að nota surtarbrandinn til eldsnevtis,

t

Snorri Björnsson (1760) lýsir surtarbrandi i Isafjarðarsýslu og
Olavius nefnir hann viða, þá var Chr. Ziener sendur 1775 til
þess að skoða surtarbrand vestra og Nicolai Mohr ritaði
einn-ig dálitið um satna efni2. Uno von Troil gaf út ýmsar
at-hugasemdir um surtarbrand 1772 og er á þeirri skoðun, að
hann sé leifar af skógartrjám, sem háfa fallið við jarðskjálfta,
en siðan hafi hraun runnið yfir skógana: hann getur þess að
sjá megi bæöi börk og árhringi á trjánum og að blaðförin
séu hinn bezti vitnisburður hins forna gróðurs. Bergmann
athugaði tvær surtarbrandshellur, er Uno von Troil hafði flutt
meö sér, og áleit þær væri báðar af grenistofnum, sem hefði
orðið fyrir ógurlegum þrýstingi3. E. Henderson ritar
ýmis-legt um surtarbrand í feröabók sinni, hann hyggur að þar
séu leyfar af skógi, er fyrrum óx á fastalandi í Atlantshafi,
sem síðar er sokkið; mismunandi halli á surtarbrandslögum

’) Eggert Olafsson: Enarrationes historicæ de Islandiæ natura et
constitutione. Havniæ 1749. bls. 114.

’) 0. Olavius: Oeconomisk Reise gjennem Island. Kbhavn 1780,
bls. 737—756. N. Mohr: Forsög til en islandsk Naturhistorie. Kbh.
1786. bls. 336—38.

’) Uno von Troil: Bref rörande en resa till Island 1772. Upsala
1777, bls. 32-34, 341—343.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free