- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
153

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

153

ershausen hugði. Kjerulf ætlaði að gangarnir hefðu mjög
mikia þýðingu til þess að ákveða aldurshlutföll hinna ýmsu
deilda af blágrýtismyndunum íslands og hugói að hver
jarð-lagapallur (etage) hefði sérstaka gangstefnu. Hann skipti
þannig blágrýtinu i 4 deildir og átti hin elzta að hafa
gang-stefnu frá N. til S., hin önnnr frá VNV. til ASA., hin þriðja
nærri NA. tii SV. eða vera þvínær jafnhliða hinni fjórðu,
sem hin nýju eldgos eru bundin við. Sérstaklega rannsakaöi
Kjerulf ítariega stefnur ganga í basalt-fjöllunum kringum
Baulu1. C. W. Paijkull er hvaö gangana snertir í öllum
að-alatriðum samþykkur Kjerulf2. Winkler skoðaói marga ganga
og gjörði myndir af þeim, sérstaklega bendir hann á
marg-breytilega lögun ganga í móbergi og öðrum mjúkum
berg-tegundum, en ályktanir hans bera allar blæ af hinum
undar-iegu jaröfræðishugmyndum, er hann hafði. Zirkel lýsir og
göngum, bæði steinsamsetningu þeirra og hinni einkennilegu
súlnamyndun og Schirlitz lýsir samsetningu glers á
gangtak-mörkum3.

t

Surtarbrandurinn er nátengdur blágrýtismyndunum
Is-lands, hann er vanalega að finna i miðjum blágrýtisfjöllum,
stundum beinlínis í flögum milii gosgrjótslaga, stundum í
allþykkum leirlögum. Surtarbrandurinn er mjög
þýðingar-mikill fyrir jarðfræði Islands, þvi hann er hinn eini
stuðn-ingur til að ákveða aldur basalt-myndana á Islandi; þó hafa
verið mjög misskiptar skoðanir um hvernig hann sé til orðinn.
Þegar i fornöld hafa menn, einsog nafniö ber með sér, veitt
surtarbrandinum eptirtekt og hafa menn líklega haldið, að
hann væri leifar af brunnum trjám, sem farizt hefði i
bylt-ingum, þess vegna er hann kenndur við Surt jötunn, sem
ræður fyrir Múspellsheimi og eyðir jörðu að lokum með eldi í

’) Th. Kjerulf: Bidrag til Islands geognost. Fremstilling. bls. 41,
53—54.

l) C. W. Paijkull: Islands bergsbyggnad, bls. 37—39.

3) F. Zirkel: Reise nach Island. bls. 302—304. P. Schirlitz: Isl.
Gesteine. bls. 27. Zirkel lýsir basalt-gleri frá gangtakmörkum hjá
Reykj-um á Reykjabraut í Sitzungsberichte d. Akad. d. Wiss. Wien Bd. 47,
I. 1863, bls. 259—60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free