- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
167

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

167

sögu íslenzkra eldfjalla1). Pó ýmsir höfundar skoöuðu
eld-gigi hér og hvar, þá lýstu þeir þeim sjaldan ítarlega, svo að
af hinum mikla grúa íslenzkra eldfjalla er varla þriðjungur
nefndur á nafn í bókum frá þessu tímabili, hvað þá heldur
þeim lýst. Lang mest var ritað um Heklu af því hún var
frægust allra íslenzkra eldfjalla og auk þess svo nærri
byggð-um að hægt var að skoða hana. Bók J. C. Schythe’s, sem
vér gátum fvrr, er hið lang ítarlegasta rit, sem samið hefir
verið um nokkurt islenzk eldfjall; þó sakna menn þess mjög,
að ekki er til neinn uppdráttur af Hekluhraunum byggður á
mælingum. Sart. von Waltershausen segist hafa gjört uppdrátt
af Heklu og hraunum hennar2), en uppdráttur þessi kom
aldrei út og var það mikið mein, því Waltershausen var
þaul-vanur slikum mælingum og haföi gjört ágætan uppdrátt af
Etnu, sem þykir fyrirtak; þó mun tíminn hafa verið alltof
naumur til þess að hann gæti mjög nákvæmlega mælt eins
stórt svæði einsog Hekluhraun. Löngu siðar rannsakaði
Johnstrup Öskju, Sveinagjá og Leirhnúkshraun og gjörði
upp-drætti af þeim eldstöðvum. Margir náttúrufræóingar lýstu
eldgígum og hraunum vió Mývatn einkum nærri Kröflu, en í
þeim og öðrum lýsingum og athugasemdum um íslenzk
eld-fjöll, sem finna má í ferðabókum og ritum útlendinga, er lítið
samanhengi, svo varla má telja, að til væri á þessu tímabili
yfirlitslýsing yfir önnur eldfjöll en Heklu, Oskju, Sveinagjá og
Leirhnúk. Rit Lindsay’s um Kötlu er ekki byggt á sjálfstæðri
rannsókn en aðeins samtíningur úr bókum og fréttabréfum.
Þýðingarmikil að mörgu leyti eru hin sögulegu rit, sem
ís-lendingar hafa samið um eldgos, einkum rit þeirra Sveins
Pálssonar, Jóns Steingrímssonar og Jónasar Hallgrímssonar.
Utlendingar hafa og skrifað ýmislegt um sögu íslenzkra
eld-fjalla3), en það er flest ómerkilegt, höf. hafa ekki þekkt frum-

’) Th. Thoroddsen: Oversigt over de islandske Vulkaners Historie.
Kbhavn. 1882 8°.

3) Physisch-geogr. Skizze von Island, bls. 110, 116.

3) Skrár yfir íslenzk eldgos eru í þessum ritum: G. Garlieb: Island
ruchsichtlich seiner Vulkane etc. Freyberg 1819, bls. 25—76. Eugéne
Robert: Minéralogie et géologie. 1840, bls. 309—314. Sabine Baring-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0179.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free