- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
191

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

191

lifi i 66 0 C. hita og fann auk þess fjölda af skolpdýrum
(infusoria) milli algaþráðanna úr svo heitu vatni. Síðan telur
hann jurtategundir þær, sem Steenstrup tók við hvern hver,
og meðal annars ýmsar mosategundir. Svo var tilætlazt, að
grasafræðingurinn Salomon Drejer (1813—1842) tæki að sér
að rita um plöntur þær, er Steenstrup safnaði á Islandi, en
það gat eigi lánazt, þvi Drejer dó aðeins 29 ára gamall (af
eitruðu neftóbaki) og var það mikill mannskaði, þvi hann
var mjög gáfaður og efnilegur maður. Þó notaði hann
jurta-safn Steenstrup’s litið eitt, hann gaf út ritgjörð á latínu um
starartegundir í norðlægum löndum, kritiskar lýsingar á
teg-undum af þessum örðuga jurtaflokk1). Segist Drejer hafa
notað hið islenzka jurtasafn Steenstrup’s við ritsmíði þessa;
hann telur 27 islenzkar starartegundir, en hefir sjálfur skoðað
og rannsakað 23 af þeim. Eptir þetta var löng bið áður
danskir náttúrufræðingar *söfnuðu plöntum á Islandi eða lýstu
þeim. f>ó var íslenzkra jurta við og við getið i hinu stóra
myndasafni »Flora Danica«, þar er 41 blómjurt og einn
burkni teiknaður eptir jurtum frá Islandi eða þess getið, að
jurtirnar vaxi þar í landi, ennfremur 17 íslenzkir hálfmosar
og 19 mosategundir og allmargar skófir2).

Löngu siðar (1870—74) notaði Chr. Grönlund jurtasafn
Steenstrup’s og getur hann grasa þeirra, er Steenstrup safnaði,
og vaxtarstaða þeirra á við og dreif í ritgjörðum sinum;
mos-um og skófum úr ferð Steenstrup’s lýsti hann ekki fyrr enn
1895, því þá kom það safn fyrst fram á sjónarsviðið. Þess
má ennfremur geta, að Carl Hansen3) 1872 rannsakaði barna-

overliggende tynde Kisellag og saaledes dannes da hurtigen de omtalte
Strata< (bls. 336—337).

’) S. Drejer: Revisio critica caricum borealium in terris sub
im-perio Danico jacentibus inventarum (H. Kröyer’s Naturhistorisk
Tids-skrift III. 1840—41, bls. 423-480).

2) Sbr, Chr. Grönlund í Botanisk Tidskrift 2. Række III., bls. 5, IV.,
bls. 42.

3) Carl Eansen: Et lille Bidrag til Kundskaben om de danske
Bilandes Diatomée-Flora (Vidensk. Meddel. fra Naturhist. Forening 1872,
bls. 135—146). Jap. Steenstrnp: Oplysende Bemærkninger til
Foran-staaende (s. st., bls. 146—149).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free