- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
192

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

inold frá Reykholti, sem Steenstrup hafði ílutt með sér, og
ákvað og lýsti >diatomé«-tegundum þeim, er hann fann í
moldinni, meðal annars getur hann þess, að »diatomé«-hylkin
úr Reykholtsdal séu opt vansköpuð einsog þau hefðu orðið
fyrir miklum hita, og aptan við ritgjörðina bætti Steenstrup
nokkrum athugasemdum, til þess að reyna að komast fyrir
orsökina til þessa. Þess má jafnframt geta, að Chr. G.
Ehren-herg lýsti 1841íslenzkum diatomeum (og skolpdýrum), sem
Thienemann hafði sent honum; í mö frá Húsavik fann
Ehren-berg 44 tegundir og á sjöþörum frá Revkjavík 12 tegundir,
þar á meðal tvær, er hann telur einkennilegar fyrir Island2).
1867 reit W. L. Lindsay um 10 tegundir diatomea, sem hann
hafói sjálfur safnað á Islandi3), og getur þess um leið, að dr.
Mac Nab hafi fundið 6 tegundir aðrar á vatnssilki (conferva)
úr Laugarnesslaug.

Eptir miðja öldina söfnuðu ýmsir útlendingar, einkum
Englendingar, grösum á Islandi og rituðu nokkuð uin þau,
þó eigi væri það í samanhengi eða með nægilegri nákvæmni.

r

C. C. Babington kom til Islands 1846; hann kom til landsins
29. júní og sigldi aptur 13. júlí, fór um nágrenni Reykjavíkur,
austur að Geysi og upp í Hvalfjörð; hann safnaði þó
all-mörgum plöntum og gaf út skrá yfir það, sem hann hafði
fundið4). 1860 kom G. Benguerel frá Sviss til íslands til
þess að athuga fugla og safnaði um leið nokkrum grösum5);
hiö sama ár komu margir aðrir ferðamenn, sem fyrr hefir

’) Chr. G. Ehrenberg: Verbreitung und Einfluss des
mikroskop-ischen Lebens in Sxid- und Nord-Amerika (Abhandlungen d. kgl.
Aka-demie der Wissenschaften zu Berlin 1841. I. Bd. (1843), bls. 291—445.
(Sbr. Monatsberichte d. Akad. d. Wissensch. Juni 1841). Þar í um ísl.
diatómea bls. 297 og 360—363.

2) Grammatophora islandica og Striatella Thienemanni.

3) W. L. Lindsay : On the Protophyta of Iceland (Quarterly
Jour-nal of Microscopical Science. New Series. Vol. VII. London 1867, bls.
197—203).

4) Annals of Natural History for 1847. 1. Ser. Vol. 20., bls. 30 og
Transactions of the Botanical Society Edinburgh. Vol. III., bls. 15—19.

5) *Bulletin de la Société des Sciences Naturelles de Neuchátel.
Tom. V. 1861, bls. 449.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free