- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
193

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

193

verið getió. í ferðabók sinni létu þeir Preyer og Zirkei

prenta skýrslu um íslenzkar jurtir1), en hún er ómerkileg,

samanskrifuð úr hinum eldri skrám, þar eru engir vaxtastaðir

eða aðrar upplýsingar, sem að gagni mega verða, nokkur ís-

lenzk jurtanöfn eru talin, en mörg þeirra eru skökk, enn-

fremur geta höfundarnir um nokkrar ræktaðar plöntur og

skrautplöntur, sem þeir sáu á Islandi. A. J. Symington safn-

aði nokkrum islenzkum jurtum 1859, E. T. Holland og lsaac

Carroll2) gjörðu slíkt hið sama 1861, og árið eptir (1862) tindu

þeir A. Leared og S. Baring Gould nokkur grös á íslandi3).
t

I ferðabók S. Baring Gouid’s er upptalning af íslenzkum
bióm-jurtum og hinum æöri blómleysingjum tekin eptir hinum eldri
skýrslum og nokkurra vaxtastaða getið þar sem höf. hefir
sjálfur fundið plönturnar4). Af Englendingum, sem jurtum
söfnuðu á Islandi á þessu tímabili, voru þeir tveir merkastir
W. L. Lindsay og G. C. Babington, fékkst hinn fyrri mest við
hinar lægri jurtir, einkum skófir, hinn síðari átti við hinar
æðri plöntur. Vér höfum áöur getið um ferð W. L. Lindsay’s
til Islands og nefnt sum af ritum hans, hann fór ekki víða,
helzt um nágrenni Reykjavikur; af blómjurtum safnaði hann
ekki mörgum, en fékkst mest við hinar blómlausu plöntur,
þó gaf hann út ritgjörö um allt grasaríki íslands6), og taldi
flestallar jurtir, sem þá voru kunnar, og margar tegundir alveg
óvissar. Skrá Lindsay’s er alls ekki áreiðanleg, því þar er
öllu hrúgað saman, sem nefnt var í bókum, án þess höf.

•) Reise nach Island. bls. 351-373.

a) I. Carroll: On some plants observed in Iceland in June 1861
(The Journal of Botany, British and foreign. Vol. V. London 1867,
bls. 107—110). J. Caroll dvaldi aðeins 8 daga á íslandi, fór á 5
dög-um frá Reykjavík til Geysis, og var 3 daga á Akureyri. í jurtaskrá
sinni telur hann 61 teg. blómjurta og 70 teg. blómleysingja.

3) Sbr. C. C. Babington: A revision of the Flora of Iceland (Linnean
Society’s Journal. Botany. Vol. XI.), sérprentun bls. 7—8.

4) Sabine Baring Gould: Iceland, its Scenes and Sagas. London
1863. »A list of Icelandic plants« bls. 424—438.

5) W. Lauder Lindsay: Flora of Iceland (New Philosophical Jour-

nal. New Series, July 1861. Edinburgh). 40 bls. 8°. Ritdómur í
Botanische Zeitung 19. Jahrg. Leipzig 1861, 4°, bls. 358-359.

12

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0205.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free