- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
234

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

234

straumar, hafísrek, saltmegni o. fl. ekki nærri eins vel
rann-sakað einsog þurfti. Á þessu hefir síðan 1880 verið ráðin
mikil bót.

Pekkin gin um loptslag Islands var og er mjög stutt á
veg komin; veðurathuganir höfóu reyndar verið gjörðar á
all-mörgum stöðum, en þær náðu víðast hvar yfir mjög stuttan
tíma og svo hafði enginn tekið sér fyrir hendur að rannsaka
þær til þess að finna lögmálin i fjölbreytninni. Frá öllu
há-lendi íslands vantaði líka veðurathuganir. Til þess að fá gott

r

yfirlit yfir veðráttufar á Islandi þarf lika mjög langan tima
og mikla vinnu; árferði er mjög misjafnt á ýmsum árum, og
loptþyngdin er varla nokkursstaðar á jörðunni jafn breytileg.
Væri þær athuganir, sem til eru, notaðar á vísindalegan hátt,
væri þó nokkuð gagn unnið og eins þyrfti að safna saman
öllu því, sem skráð hefir verið um árferði hinna fyrri alda.
Allt þetta er enn ógert, svo veðurfræði íslands er ekki enn
komin úr reifum. Þá er margt fleira af svipuðu tagi þvínær
alveg órannsakað; ísalög á ám og vötnum hafa ekki verið
at-huguð, heldur ekki lega snjóar á láglendi og fjöllum, áhrif
hafíssins á loptslag og árferði o. s. frv. Pá. höfðu menn enn
fyrir 1880 litt athugaö rafmagn loptsins, segulafl jarðar,
norð-urljós o. fl.

margir ágætir jarðfræðingar hefðu komið til Islands
fvrir 1880, þá var þó fjarri því, að jarðfræði landsins i heild
sinni væri vel kunn; ágætar rannsóknir höfðu verið
fram-kvæmdar á litluin blettum og fram með þjóðvegum i
byggð-um, en samanhengið vantaði. Mestur hluti Iandsins var alveg
ókannaður í jarðfræðislegu tilliti, af hálendinu hafði svosem
ekkert verið skoðað og um stórar spildur af sveitum og
út-kjálkum hafði enginn jarðfræðingur farió. Þaö var því
eðlilegt, að jarðfræðisuppdrátt vantaði, að ekkert var til nema
hinn litli uppdráttur eptir C. W. Paijkull, hann sýndi það
sem þá var kunnugt, varla tíunda hluta landsins,
annarsstað-ar var jarðmyndun og jarólagabygging alveg ókönnuð. Hér
var því mjög mikið verkefni fyrir hendi að fá nokkurnveginn
nákvæmt yfirlit yfir jarðfræði alls landsins. f’ó allmikió væri
búið að rannsaka af íslenzkum bergtegundum, þá höföu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0246.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free