- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
235

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

235

margar af þessum rannsóknum verið framkvæmdar eptir
úr-eltum aðferðum, svo þar var enn margt að gjöra; útbreiðsla
og innbyrðis staða hinna einstöku bergtegunda var eigi kunn
nema á strandlengjunni og sumar sjaldgæfustu
bergtegundirn-ar (gabbro og granophyr) höfðu enn eigi fundizt i föstu bergi.
Liparit höfðu menn þá tundið á nærri 50 stöðum, en síðan
hafa liparít-staðirnir þrefaldast að tölu. Af líparit-hraunum
þekktist þá eingöngu Hrafntinnuhraun við Markarfljótsbotna.
Blágrýtishéruð höfðu að nokkru verið könnuð, en rannsókn
hins einstaka var þó skammt á veg komin. Surtarbrandslög
voru víðast kunn, þar sem þau voru til, en litt höfðu
hæða-hlutföll þeirra verið rannsökuð, svo menn vissu ekki, hvort
þau höfðu öll mvndazt á sömu hæð eða á mörgum mótum
á ýmsum timabilum einsog Eggert Olafsson ætlaði.
Jurta-steingjörvingar höfðu fundizt á nokkrum stöðum, en hafa
síðar fundizt víðar, en söfn þeirra hafa ekki verið
vísinda-lega rannsökuð siðan Oswald Heer skoðaði það, er Jap.
Steen-strup safnaði. Stefna »ganga« og afstaða til annara myndana
hafði lítt verið rannsökuð, nema á strjálingi án samanhengis.
Aldurshlutfallið milli blágrýtis og móbergs þekktu menn
held-ur ekki með vissu; hinar einstöku deildir móbergsins í miðju
landi höfðu menn heldur ekki reynt að sundurgreina; mjög
voru misskiptar skoðanir um aldur þess, og útbreiðslu
mó-bergsins töldu menn miklu minni en síðar reyndizt. Gamalt
hnullungaberg hafði óvíöa fundizt og hafði ekki verið
ná-kvæmlega rannsakað. Sprungustefnur eldfjalla þekktust um
miðbik landsins, en ekki þar fyrir utan, t. d. hvorki við
Faxaflóa né á Snæfellsnesi. Aðrir brotfletir í jarðarskorpunni
voru ókunnir og yfirhöfuð var öll jarðlagaskipun þvinær
ókönnuð. Jarðfræðingar höfðu og litinn gaum gefið sambandi
eldfjalla og jarðskjálfta við sprungur í jarðskorpunni. Aðeins
fáum eldfjöllum hafði verið lýst, helzt Heklu, Öskju og
Mý-vatnsfjöllum, en þar fyrir utan höfðu jarðfræðingar aðeins
kannað fá eldvörp með nokkurri nákvæmni; nú þekkjast að
nokkru leyti yfir hundrað eldtjöll eða eldsprungur með mörg
hundruð eldgígum; útbreiðsla og stærð hinna einstöku hrauna
hafði heldur ekki verió rannsökuð nógu nákvæmlega. Eld-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free