- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
248

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

248

1., bls. 150. Um hvarf Otta Axélseri’s getur Antiáll
Mag-núsar Magnússonar (Lbs. nr. 39 fol.) á þessa leið: »sendi
kon-ungur Otto Axel til Grönlands með fólk og skip og í sinni
þangað siglingu fann hollenzkt skip, Pjetur Nordman,
liggj-andi á Alptafirði, að hverjum hann skaut og um
Isafjarðar-djúp elti heilan dag, næsta dag eptir uppstigningardag; gjörði
þoku og komst Pjetur so undan og kom hingað aptur um
haustið, en til Otta eða hans skips hefir aldrei siðan spurzt«.

.Z., bls. 155. Hinn mikli stjörnuspekingur Johan Kepler
skrifaði 1609 til fróóleiks og skemtunar ritgjörð er hann
kall-ar «Draum eóa stjörnufræði tunglsins« og siðar athugagreinir
við þetta rit1). Þar er sagt frá hugmyndum hans um
himin-geiminn og ýmislegt skáldað inn í til smekkbætis. Arið 1608
segist Kepler hafa lesið sögu Bæheims og ýmislegt utn
drottn-inguna og spákonuna Libussa; litlu siðar var höf. á
nætur-þeli að hugsa um vitranir hennar og athuga tunglið, þá
sofn-aði hann og þótti til sin koma vængjaðar meyjar, þær færðu
honum bók, sem hann las i. Kepler segir siðan frásögu þá,
er hann nam af bókinni, um Duracot nokkurn, er fór til

r

tunglsins og sá þar ýmislegt. Duracot var frá Islandi og
móðir hans hét Fjolxhilde; nafn föóur sins vissi hann eigi,
en hann hafði verið sjómaöur og dáið 150 ára gamall. Móðir
hans fór opt meó hann tipp á Heklu, einkum á
Jónsmessu-nótt, þar týndi hún grös, sauð þau meó særingum. vafði þau
i lérept með galdrastöfum og lét svo í smápoka, er hún seldi
sjómönnum. Eitt sinn gægóist Duracot af forvitni sinni i
einn af pokunum og varð móðir hans þá svo reið, að hún
fékk hann í hendur skipstjóra nokkrum, sem sigldi með hann
til Bergen og svo til Danmerkur: þar var Duracot settur á
land á eynni Hveen með bréf til Tycho Brahe frá íslenzkum
biskupi. Tycho Brahe tók vel á móti honum og dvaldi hann
þar i nokkur ár og lærði stjörnufræði. Eptir 5 ár sneri

’) Joannis Kepleri Somnium sive astronomia lunaris (J. Kepleri
Opera omnia. Edidit Ch. Frisch. Vol. VIII., pars I. Francofurti a. M.
1870, 8°, bls. 30—39) og J. Kepleri in somnium astronomicum notæ,
sucessive scriptæ inter annos 1620 et 1630 (s. st. bls. 40—66).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free