- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
249

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

249

Duracot aptur heim til íslarids til móöur sinnar og sagöi

henni, hvað á dagana heföi drifið. Það kom henni ekki á

óvart, þvi hún vissi það allt af forvizku sinni; sagði hún, að

f

andarnir dveldu fremur á Islandi en i öðrum löndum og
ættu mikil mök við Islendinga; kvaðst hún þekkja einn anda,
sem hefði fylgt sér á marga staði og sagt sér margt. Siðan
benti hún á tunglið og sagði, að andinn skyldi flytja þau
þangað; breiddu þau siðan klæði á höfuð sér og lásu galdra,
tók andinn þau þá og flutti upp i tunglið og voru þau fjórar
stundir á þeirri ferð. Þá voru þau komin á þann samastað,
sem höf. hafði tilætlazt, og er nú sagt frá þvi, er fyrir augu
þeirra bar, og frá þvi, er þau sáu í himingeimnum, og þar
blandað saman skáldskap og vísindum. I athugagreinunum
skýrir Kepler frá ýmsu. er skáldrit þetta snertir.
Frásagnirn-ar um ísland hefir hann tekið úr landfræðisbókum þeirra
tíma, en sumt hefir hann heyrt Tycho Brahe segja. Þess
hefir áður verið getið, aó Tycho Brahe skrifaðist á við
Guð-brand biskup. og Oddur biskup Einarsson lærði hjá honum.
Af því, er hann ber Tycho Brahe fyrir, rná nefna, að hann
hefir sagt Kepler, aó Islendingar væri mjög gáfaðir og að
Island lægi undir heimskautsbaugi, ennfremur að islenzkar
stúlkur væri vanar, þegar þær hlustuðu á guðsorð í kirkjum,
með undraverðum flýti að sauma orð og setningar, er þær
hevrðu, i lérept með mislitum þræði. Kepler segir meðal
annars, að rithöfundar telji hinar norrænu þjóðir rnjög.leiknar
í töfralist og að sennilegt sé, að myrkra andar liggi í leyni
þar nyrðra í hinum löngu næturmyrkrum, etida sé Island
afar afskekkt og dulið 1 norðrinu. Frá seinni tímum eru til
tnargar skáldsögur urn Island og islenzk efni og er nokkurra
þeirra getið i »Sunnanfara« III. og IV.

X, bls. 210 nmgr. Dr. August Gebhardt hefir fundið
íLibellus epistolarum«, sem hér er getið, i
háskólabókasafn-inu i Erlangen; hann hefir vinsamlega skýrt mér frá þessu
og lánað mér afskrift af bréfunum. Bókin heitir »Epistolarum
libellvs .. . cum præfatione . .. Jacobi Coleri. Noribergæ I6t>4«.
Formálinn er dagsettur 1587 og islenzku bréfin skrifuð 1586,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free