- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
259

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

259

steini bónda Halldórssvni 1807—1808. Þorsteinn þessi var
faóir Guðmundar, föóur Lýðs, sem nú býr í Hlíð. Porsteinn
afskrifaði margt og var mjög iðinn og natinn við þaó. Pegar
dimmt var í baðstofu, sem skjágluggar voru á, reit hann,
sitjandi á skemmuþröskuldi á hné sér, milli gegninga þó
frostværi. »Spegill þolinmæðinnar« er tileinkaður Sigurði
lög-manni Björnssyni og síra Hannesi bróður hans. Ritinu er
skipt í fjóra kafla: 1 0 um þolinmæðina, móður hinna
dygð-anna; 2° um stöðuglyndið, fyrstu dóttur þolinmæðinnar:
3° um hugarins kyrð (rósemi), aóra dóttur þolinmæðinnar;
40 sinnisnægja (ánægja), þriðja dóttur þolinmæðinnar.
Síðan hefi eg oróið var við, að ritið er líka til í Thotts-safni
í Konungsbókhlöðu nr. 170, 8°.

11., bls. 152, nmgr. 1. Hið ’fvrra kvæðið eptir Porkel
Arngrímsson, er til í Lbs. nr. 165, 8°, bls. 156—157, og hitt
líklega einhversstaðar, þó eg hafi ekki rekið mig á það.

11., bls. 157, nmgr. 1. Meðal sagna um Þórð Vidalin
má geta þess, að mælt er, að ráðskona hans hafi heitið Helga
og á hún að hafa borið út börn þeirra, að því er þjóðsagan
segir. Jón biskup hélt hlifiskildi yfir bróður sínum, svo
hon-um var ekkert gjört, en Helgu er sagt að hafi verið drekkt;
biskupsfrúin vildi ekki láta sýna henni neina hlífð, af því
hún var svo ill og ljót. (Eptir sögn síra Jóns Jónssonar á
Stafafeili). Sumir segja aptur, að stirt hafi verið milli þeirra
bræðra, Jóns biskups og Þórðar læknis, og kapp á milli þeirra,
en alþýðu sýndist þeir báðir gjöra kraptaverk hver á sinn
hátt. Pjóðsögur þar að lútandi eru prentaóar i Þjóðólfi
1898, 50. árg., bls. 170—171. Um Þórð ennfremur Lbs. nr.
20 fol.

11., bls. 167. Það er auðséð á bréfum Arngríms lærða
til Ole IVorm’s, að tóbak hefir þá verið fágætt á íslandi, en
litlu siðar hafa ýmsir farió að reykja, eða sem þá var kallað
að »drekka« tóbak: þótti öðrum mönnum þetta ósvinna og
prestar voru slíku mótfallnir, að minnsta kosti hinn siðavandi

17-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0271.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free