- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
2

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

19 Hnattstaða íslands og stærð.

Hornbjarg á Hornströndum er litlu sunnar (66° 28’,2 n. br.);
Grímsey er aftur litlu norðar, eyjarfóturinn nyrzti nær að
66° 34’,3 n. br. Syðst á landinu er Dvrhólaey (Portland) á
63° 24’ n. br. Hádegisbaugurinn um eyna Ferró (18° f. v.
Grreenwieh) liggur um landið mitt, rétt fyrir austan
Land-eyjar.1) Austasti höfði á landinu er Gerpir á Austfjörðum
fyrir norðan Rej-ðarfjörð (13° 27’,6 f. v. Gr.), en vestast eru
Bjargtangar, yzt á Látrabjargi (24° 30’,5 f. v. Gr.).
Hnatt-staða Reykjavíkur er talin 64° 8’ 40" n. br. 21° 54’ 37" v.
1. frá Gr., en Akureyrar 65° 40’ 28" n. br. og 18° 2’ 56"
v. 1. Frá Islandi er styzt til Grænlands og eru aðeins 40
mílur frá Horni til Grænlands óbygða; Island liggur 130
milur i vestur frá Noregi, 119 milur í norðvestur frá
Skot-landi og 55 mílur frá Færeyjum. Sökum þess að Island er
svo ncvrðarlega á hnettinum, er þar mikill munur á lengd dags
og nætur eftir árstímum. Syðst á landinu er styztur
sólargang-ur rúmar þrjár stundir, en lengstur rúmar tuttugu; nyrzt á
landinu sezt eigi sól í viku um sólhvörf á sumrum. en
kemur eigi upp fyrir sjóndeildarhring í viku um
vetrar-sólhvörf.

Pó menn nú viti nákvæmlega legu landsins á
hnettin-um, þá hefir þó sú vitneskja fyrst fengist eftir langa reynzlu
og rannsóknir. Fornmenn gátu á þann hátt ákveðið stöðu
landsins að þeir sögðu hve margra daga sigling væri til
Islands frá öðrum löndum. Þeir töldu sjö daga sigling frá
Staði i Noregi vestur til Horns við Lónafjörð, á
austan-verðu Islandi; frá Snæfellsnesi fjögra daga sigling til Hvarfs
á Grænlandi og frá Reykjanesi þriggja dægra (aðrir segja
5 dægra) haf til Olduhlaups (Cap Malin) á Irlandi, en frá
Langanesi fjogra dægra sigling til Svalbarða í Hafsbotnum
fyrir austan Greipar á Grænlandi, en dægurs sigling var
talin frá Kolbeinsey norður til Grænlands óbygða. Land-

Samkvæmt franskri fyrirskipun 1. júlí 1634 voru lengdarstig
lengi reiknuð frá Ferró, en ni’i reikna flestir frá stjörnuturninum í
Greemvicli, sumir nota hádegisbauginn yfir París (2° 20’ f. a. Gr,) og
á Uppdrætti Islands, sem Bókmentafélagíð gaf út, er notaður
hádegis-baugur Kaupmannaliainar (12° 34’ 40" f. a. Gr).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free