- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
34

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

34

Sjórinn kringum ísland. Grunnsævi.

kemur til vesturs. Yesturstraumar eru þvi algengari i heitu
höfunum, en austurstraumar i hinum köldu. Auk
snún-ings jarðar er margt fleira sem áhrif hefir á strauma t. d.
lega landa, eyjar, sker, grynningar og hæðabungur og
þröskuldir á mararbotni. Auk þess heíir saltmegni hafsins
allmikil áhrif, einnig fióð og fjara og þá ekki sizt
vind-arnir, þeir eru víða aðalorsök strauma. Alt það, er snertir
úthafsstraumana, er einsog aðrar hreyfingar sjóarins mjög
margbrotið og að sumu leyti eigi fullkannað. Getum vér
ekki skýrt hér frá því nánar, en verðum að visa til hinna
stærri fræðibóka í þeirri grein.

Hið mikla norðaustur-fall sævarins i Atlantshafi, sem
ber heitt vatn sunnan frá Yestindium upp til Islands, Noregs
og Spitzbergen og hitar alla vesturströnd Európu, er svo
þýðingarmikið fyrir oss, að Island væri alveg óbyggilegt án
þess. 011 hin mikla sævarhreyfing á þessu svæði til
norð-austurs er vanalega kölluð Golfstraumur (Flóastraumur), af
þvi menn héldu áður að aðalmagn þessa sævarrenslis kæmi úr
lióunum við Mið-Ameriku,1) en nú vita menn að svo er eigi,
þó mikill og stórkostlegur straumur komi þaðan, þá nær
hann sjálfur ekki alveg til Islands. Straumbvislina, sem
kemur úr Floridasundi, kalla menn nú flestir Floridastraum.
en alt norðurfall Atlantshafsins með einu nafni Grolfstraum.

Ef vér leitum að hinum fyrstu upptökum
Golfstraums-ins, þá er það nú ætlun flestra. að straumur þessi sé
áfram-hald af hinum breiða og mikla miðjarðarstraumi, sem
hefst við Afríkustrendur og rennur til vesturs knúður áfram
af staðvindum og vex furðanlega eftir þvi sem lengra dregur
og breiðist um hafið beggja megin við miðjarðarlinu. Við
austuroddann á Suður-Ameriku deilist straumurinn i tvo
arma, hin syðra grein rennur suður með Brasiliu, en hinn
nyrðri rennur norðvestur fyrir mynni Amazonfljóts og svo
fram með ströndum Guyana og inn í Caraibahaf; siðan

’) Benjamin Franklin kom í’yrstur með nafnið Golfstraumur og
hann gaf út hinn fyrsta uppdrátt af straumnum til leiðbeiningar fyrir
sjómenn 1772.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free