- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
108

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

108

Flóar, firðir og nes.

við Seyðisfjörð er hátt og hörarótt, með þverhnýptum
blá-grýtisnúpum i sjó fram, þar eru þó á kafia mjög ljósleitar
skriður út móti liafi, þar eru stór liparit-innlög og gangar
milli blágrýtismótanna. Par er yzt Dalatangi á
sýslu-takmörkunum. þar er nú viti Sunnan við Dalatanga beygir
ströndin inn til Mjóafjarðar og þar er röð af núpum, sem
kallaðir eru Húsgaflar. Mjóifjórður er þröngur og
gengur inn á milli mjög hárra fjalla, hann er þó ekki
sér-lega djúpur; nærri inn í botn gengur áll með jöfnum halla
út eftir (26—55 f.). Fyrir utan fjarðarraynnið sameinast
álar Mjóafjarðar og Norðfjarðar i aflangri, stórri hvilft.
sem er 60 faðmar að meðaldýpi, en þó sumstaðar dýpri
(70—79 f ), hún nær frá Dalatauga að Barðsneshorni og
allir flrðirnir. sem út i hvilftina ganga,’ eru jafnt
aflið-andi niður að henni. Mjóifjörður er 2^/2 míla á lengd. hálf
mila á breidd i mynni, en mjókkar inn eftir og er örmjór
inst; þar eru skipalægi, að sunnverðu við A’sknes, að
norð-anverðu við Skóga og Brekku. Yzti höfðinn sunnan við
Mjóafjörð er kallaður Nýpa og þar upp af er
Hoflaugar-tindur á fjallgarðinum Milli Nýpu og Barðsneshorns
gengur inn allstór fjörður nærri mila á breidd, hann hefir
ekkert sérstakt iiafn, en inn úr honum skerast þrir smáfirðir,
Norðfjörður, Hellisfjörður og Viðfjörður.
Norð-fjörður er dýpstur (20 -40 f.), þar er bezt skipalægi og
verzlunarstaðar að norðanverðu hjá Nesi; i hinum
fjörðun-um eru og brúkleg skipalægi. en allir eru þeir opnir fyrir
sjó og vindi og hafis, þegar hann rekur upp að
Austfjörð-um. Tangi sá. sem gengur út austan við Viðfjörð, heitir
Barðsnes og er nærri l1/^ mila á lengd; klettar eru þar
víða að sjó mjög einkennilegir og raeð skræpulegum litum,
þar eru margskonar afbrigði af lipariti og biksteini i
hömr-unum. Fyrir sunnan Barðsneshorn gengur inn Sandvik
og sunnan við hana er höfðinn Gerpir, sem lengst skagar
til austurs á Austfjörðum Fyrir sunnan Gerpir er
Vaðla-vik og boðar og grunn eru hér nokkur út af ströndinni.

Fyrir sunnan Vaðlavik heitir Krossanes og þar upp
af er tindur sá, sem kallaður er Snæfugl (Sukkertoppen)
(2510’), milli hans og Reyðarfjalls (1894’) að sunnan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0122.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free