- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
121

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vestmannaeyjar.

121

þar liggur Kaupstaðurinn sunnan við höfnina. Stór skip
liggja vanalega fyrir utan höfnina og hafa hlé af
klettun-um i vestanátt. en i öðrum áttum er þar oft mikill sjór, en
þá eru nýtileg skipalægi annarstaðar t. d. norðvestnr af
Heimakletti og í Víkinni. Upp af Kaupstaðnum er
Landa-kirkja og Ofanleyti prestssetrið vestur af Helgafelli.
Yest-mannaeyjar eru sérstök sýsla og læknisumdæmi, einn
hrepp-ur og eitt prestakall. sem liggur undir Rangárvalla
prófasts-dæmi. Eyjaskeggjar voru um aldamótin rúm 600 að tölu,
nú nokkuð lleiri, þeir lifa mest á fiskiveiðum og
fugla-tekju.1)

Norðaustui’ af Heimaey liggja Elliðaev og Bjarnarey,
háar og brattar klettaeyjar, grasivaxnar að ofan og er þar
afbragðs sauðaganga sumar og vetur. Elliðaey, 5000 álnir
frá Yztakletti, er söðulbökuð nærri norðurenda og heitir þar
Hábarð (462’) yzta snösin. Bjarnarey er sjöttung úr milu
suður og vestur frá Elliðaey, hömrum lukt alt i kring og
523 fet á hæð. Hórumbil hálfa milu vestur og suður af
Stórhöfða er Alfsey (459’), mjög grasgefm, og Brandur
(287’), en Suðurey (513’) er x/6 úr mílu frá Stórhöfða, þá
er Hellisey (389’) hálfri mílu sunnar; allar eru eyjar
þess-ar mjög sæbrattar. Tæpa hálfa mílu suðvestur af Hellisey
og í’úma milu frá Heimaey er sérstakur skerjaklasi, sem
lækkar er norðar dregur, syðstu skerin eru hæst. Par eru
tveir stapar stærstir og merkastir, Geldingur (274’) og

’) Um sögu eyjanna og um atvinnu íbúanna mun nánar talaö í
staða-lýsingunni. Uni Vestmannaeyjar lietir ýinislegt verið ritað fyrr og
síðar og skulum vér af nýrri ritgjörðum nefna þessar: Oddgeir
Gud-mundsen: Lítið eitt um Vestmannaeyjar (ísalold 1892, bls. 153 — 154,
170—171, 174—175). Bréf frá Vestmannaeyjum í Fróða II, 1881, bls.
243 - 244, 263 - 65. St. Thordersen: Súlnasker (Pjóöólfur XIV. 1862.
bls. 50—51). Porsteinn Jónsson: Fuglaveiði i Vestmannaeyjum
(Eimreiðin II, 1896, bls. 165—69) og Framfarir í Vestmannaeyjum
(Eimreiðin VIII, 1902. bls 165—176). O. Gudmundsen: Framfarir í
Vestmannaeyjum síðastliðinn áratug (Fjallkonan 1903, bls. 2—3, 5—6).
Bjarni Sæmundsson: Ferð til Vestmcinnaeyja (Andva)i XX\".
1900, bls. 36—56). Einar Helgason: Vestmannaej’jar (Búnaðarrit
18. árg. 1904, bls. 224-228) og athugasemd við þá ritgjörð eftir
Por-stein Jónsson í Fjallkonu 1904, bls. 205—206.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0135.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free