- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
196

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

196

i

Aðalháleudi Islands.

Yonarskarði. í tungunni á milli Pjórsár og Tungnár er
Biiðarháls, mikil hálsabunga. Svæðið milli Köldukvislar
og Tungnár eru einhver hin ljótustu öræíi á landi hér,
þvinær algjörlega gróðrarlaus, takmarkast þau að norðaustan
af undirfjöllum Vatnajökuls, að sunnan af
Tungnárfjallgarð-inum og Tungná. A þessum öræfum er Þórisvatn nærri
Köldukvisl og fjöll nokkur i kringum það, en i
suðaustur-horni þessarar landspildu eru Veiðivötn, mikill vatnaklasi.
Milli Tungnár og Köldukvíslar frá Hágöngum, sem eru
tindaröð sunnan i Tungnafellsjökli, vestan við Vonarskarð,

Þórarinn Þorláksson.

31. mynd. Við Veiðivötn.

suður að Pórisvatni og austur að Tungnárfjöllum, er eitt
samanhangandi kolsvart hraunliaf, hafa úr hraunhafi þessu
runnið kvislir niður á milli móbergsrananna við Tungná,
viða er hraunið hulið roksandi, gjallmolum og vikri, og
hvergi sést stingandi strá, Pegar sunnar dregur að Tungná
hverfa hraunin viðast undir roksandi, sem altaf er á
hreyf-ingu við hvern vindgust, en sumstaðar eru þungir
vikur-og gjallsandar. Við austurendann á E’órisvatni eru
gróður-laus móbergsfjöll, sem kölluð eru Botnafjöll (24—2800’),
og við vesturenda þess eru lika fjöll og tindur einkennilegur,
sem sést langt að, hann heitir Póristindur; þar vestur af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0210.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free