- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
206

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

•206

Landslag við Faxatióa.

sleppir er Helgafell (1090’), einstakt fjall úr móbergi.
Yestur af Sveifluhálsi er annar dalur, sem um miðjuna nær
aðeins niður að 600 feta hæð, hann er allur hulinn hraunum;
dalur þessi skilur Sveifluháls frá Núphliðarhálsi og eru
þeir báðir jafn-langir (2 milur), með sömu stefnu og svipaðir
að útliti; i suðuropi dalsins er Ögmundarhraun.
Núp-hliðarháls nær suður undir Selatanga og norður að
Undir-hliðum, hann er víðast 12—1300 fet á hæð, sumstaðar ef til
vill nokkuð hærri; ofan á honum eru viðast tveir jafnhliða
hrvggir, með mörgum kömbum og nybbum, tindum og
skörðum. Yið háls þenna hafa orðið mikil eldsumbrot, og
eru langar gigaraðir beggja megin. Nyrzti endinn á
Núp-hliðarhálsi kl};fst i sundur í tvær álmur og er eldfjallið
Trölladyngja (1269’) á vestari álmunni, þar gaus nokkrum
sinnum á 14. öld; framhald af eystri álmunni eru
Máfa-hliðar, og eru þær nokkurskonar hjalli niður af
Undir-hliðum. Yestur af Trölladyngju er Keilir (1208’),
ein-kennileg móbergsstrýta einstök, sem sést langt að. Þar
fyrir sunnan og vestan niður undir Grindavik eru vms lág
fjöll og hálsar og er Fagradalsfjall þeirra helzt, öll
undirlendi og dældir eru hér þakin hrauni. Pað má heita
að fjallgarðinum sé lokið um Grindavik, þvi þó dalir hafi
gengið niður i hann, sem fyr var getið, skera þeir hvergi
hálendið þvert niður að jafnsléttu og ná vanalega ekki
lengra niður en til 3—500 feta. En þegar
Grindavikur-fjöllum sleppir taka við hraun og flatneskjur, sem óviða eru
hærri en 200 fet, en upp úr hraunum standa nokkrir
mó-bergshryggir; suður af Njarðvikum, á miðjum skaganum,
eru 4 fell Sandfell (424y), Súlur, Stapafel 1 og
Þórðar-fell (564’) og syðst á Reykjanestá eru Sýrfell (335’),
Yatnsfell (172’) og Yalahnúkur (153’) i röð frá
land-norðri til útsuðurs, ennfremur eru þar tvær hraunbungur
Skálarfell (265’) og Háleyjarbunga (140’).

Láglendisræman sunnan með Reykjanesfjallgarðinum
er óviða meira en mila á breidd, sumstaðar hálf míla eða
minna. Austast er þar, niður af Ingólfsfjalli, Hellisheiði og
Skálafelli, sveitin Ölfus, hún heyrir undir Suðurlandsundir-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0220.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free