Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Reykjanes.
209
og Hengil.1) Undir grágrytinu er múberg, sem kemur fram
i Seljadal, og á nokkrum öðrum stöðam, en blágrýtisfell
allhá standa sumstaðar upp i g^ gnum grágrýtishraunin
(Grim-mannsfell, Hamrahlíð, Stórihnúkur (873’), Lágafell).
Reykjanesskaginn er í heild sinni mjög ófrjór og
hrjóstr-ugur; þó héruð þessi mestöll liggi tiltölulega lágt yfir
sævarmáli, veðráttufar yfirleitt sé hlýtt, eftir þvi sem á
Is-landi gerist, og úrkoman mikil, þá er þó jurtagróður litill og
graslendur mjög fáar og smáar; mestur hluti upplendis á
skaganum má heita öræfi ein. Jarðmyndun skagans er
aðal-orsök þessarar ófrjósemi, vatnið hripar i gegnum hraun og
grágrýti, móberg og þussaberg, sem alt eru mjög gljúpar
bergtegundir; leir og sandmyndanir, sem gætu stöðvað
vatnið, eru þar mjög óvíða; á sumardegi má ferðast heila
daga um öræfin á Reykjanesskaga án þess nokkur
vatns-læna eða pollur sjáist. Bæði fjöll og undirlendi hafa
eyðimerkursvip, sem annars er óvanalegur nærri ströndum,
en algengur á miðhálendinu, þó er hér eðlilega meiri
jurta-gróður, einkum af mosum, heldur en þar er. I vorleysingum
fvllast gil og gljúfur af ólgandi vatnsstraumum, sem fremur
skemma en gera gagn, rifa oft i sundur þann jarðveg, sem
var farinn að mynclast og breiða möl og hnullungagrjót
yfir flatlendið. Skógarkjarr er mjög óviða, helzt í
Almenn-ingi og Undirhliðum, lyngmóar eru sumstaðar, en þeir
eyðast af ágangi manna og skepna, fólk rifur viða lyng til
eldsneytis, því mó er varla að fá, en þá blæs jarðvegur upp,
og hafa ýmsar bygðir eyðst þar af sandfoki. Mýrar eru
varla til á sjálfum Reykjanesskaga, fram með sjó eru tún
við bæi, en hesta og kúabeit er víðast örlítil og slægjur
varla teljandi. Af þessu leiðir að kvikfénaður er mjög fár
i samanburði við mannfjöldann og ibúar þessara héraða hafa
þvi altaf mest lifað á fiskiveiðum, og vermeim hafa öld
eftir öld leitað þangað á vertiðinni úr fjarlægum héruðum.
’) Öskjuhlíð 194’, Lækjarbotnar 338’, Fóelluvötn 484’, Svínahraun
797’, Kolviðarhóll 835’, Kaldársel 258’, VÍHlstaðahh’ð 456’, Rauðhólar
319’, Seljadalur 513’ o. s. frv.
14
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>