- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
239

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lón. Hornafjörður.

289

eggjar og tindar eru yfir 4000 fet á hæð, og viða er jökull
á hinum efstu hryggjum. Hálendistunga þessi gengur
eig-inlega út undan Hofsjökli og veitir vötnum af henni norðan
jökla bæði til Skagafjarðar og Eyjafjarðar, en skýr og
greinileg verður hún fvrst fyrir norðan Yatnahjalla og er
hæðin þar 2000 til 2500 fet yfir sjó, litlu neðar skerast inn
i hana alllangir dalir að vestanverðu úr Eyjafjarðarbygðinni,
og enn norðar klvfst hún i sundur um Norðurárdai og
Oxna-dal, svo hæðin verður þar eigi meirien 12—1300 fet á
vörp-um, en álma sú, sem gengur til norðausturs milli Oxnadals
og Eyjafjarðar, er mjög há, yfir 4600 fet og með jöklum.
Fyrir utan Oxnadalsheiði skerast aftur inn dalir beggja
megin, Hörgárdalur að austan en Hjaltadalur að vestan, og
er stutt á milli botnanna, en hryggurinn samt hár er skilur
þá. Siðan hækkar hálendistungan aftur mjög mikið, og eru
þar víða jöklar, þvi eggjar og tindar eru jTfir 4000 fet, en
fátt hefir verið mælt af þeim fjöllum. Þar ganga einnig
inn dalir á báða vegu frá Eyjafirði Porvaldsdalur og
Svarf-aðardalur, en frá Skagafirði Kolbeinsdalur, Deildardalur og
fieiri. Að norðan ganga inn dalir margir bæði upp af
Fljótum og frá fjörðum þeim. sem þar eru.

Yér munum þvinæst segja nokkuð nánar frá bygðum
og landslagi á nesi þessu og byrja að vestanverðu. Fyrir
utan Blönduhlið tekur við flatlendi út með sjó, sem er mest
fyrir dalamynnunum syðst, þar sem Hjaltadalur og
Kolku-dalur koma saman; þar eru holt og mýrasund en fram með
sjónum úteftir háir bakkar. Hjaltadalur gengur til
suð-austurs, er hérumbil 31 2 mila á lengd og skerst langt inn i
fjöll, þau eru há beggja megin og sundurskorin af afdölum
og skörðum, margir eru þar háir hnúkar, að vestanverðu
t. d. Hvammsfell (3786’), en Hólabyrða er fja.ll að
austanverðu. Upp úr dalnum liggur Hjaltadalsheiði
niður i Hörgárdal, hár vegur og örðugur, auk þess má fara
um ýms önnur skörð úr dalnum (Afglapaskarð, Héðinsskörð,
Hælavegur). Kolbeinsdalur gengur austur i fjöllin og
er miklu styttri, bunguvaxinn ás skilur dalina og árnar neðan
til, og er þvergirðing af hólum fyrir mynni Hjaltadals norður

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0253.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free