- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
247

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Austfirðir.

247

feta há); yzti oddinii er kallaður Fontur. Suður af
Langa-nesi heita Langanesstrandir fyrir botni Bakkaflóa; upp
af þeirn eru engin eiginieg fjöll, aðeins heiðar og lágir
hálsar bunguvaxnir; ganga öldiunyndaðh’ ásahryggir fram
úr heiðunum milii ánna. Alstaðar er hér mikið lausagrjót
ofan á svo klappir koma óviða frarn nema við sjóinn og i
giljum; blágrýti er undir lausagrjóti og á þessu svæði verður
sú bergtegund aftur aðalefni fjailanna, eftir að móberg og
grágryti hafa verið einráð i fjailamyndun frá þvi vestan við
Bárðardal. Langanesstrandir eru harðindapiáss,
kuldanæð-ingar af sjó eru þar tiðir og þokur. Sunnan við
Bakka-fjörð gengur fjailatunga mikil út úr hálendinu i sjó fram.
út af Hágáng nyrðri (2945’), og eru þar björg með ströndu.
Yfir hálendistungu þessa liggur S and víkurheiði (880’)
utarlega niður i Selárdal.

8. Austfirðir.

t

A Austfjörðum er að mörgu leyti líkt landslag einsog
á Vestfjörðum, vogskorið. sæbratt, fjöliótt og hömrótt, þó
eru fjöllin viða töiuvert hærri og oft með röðum af hvössum
tindum og fjarðafjöllin skiljast frá aðalháiendinu af löngum
dölum. Inn af Vopnafirði ganga þrir allstórir dalir langt
inn i land þar er Selárdalur nyrztur, hann er 4—5 milur
á lengd og eru í honum malarhjallar miklir einsog í öðrum
dölum á þessu svæði, þá kemur Vesturárdaiur, hann er
styttri, fláir hann mjög út á báðar hiiðar og liggja að
honum lágir hálsar. Friðji daiurinn, Hof sdalur. er lengstur
(5—6 milur), hann er grösugur og búsældarlegur, úr efsta •
enda dalsins gengur að austan Fossdalur, en vestur úr
Hofsdal gengur alllangur dalur, sem heitir
Hraunfells-daiur, fyrir botni Hofsdals er Tunguheiði. Milli
Hofs-dals og Jökuldals gengur fram mikil og há fjallatunga, 7—8
milur á lengd og 2—4 milur á breidd; hæsta bungan á
þessum fjöllum heitir Smjörfjall (3859’), þar fyrir ofan
liggur vegur til Jökuldals yfir Smjörvatnsheiði, en utar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free