- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
261

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eyjafjöll. Fljótshlíð.

261

rani framimdan hálendinu, en vestur meö dragast hinar bröttu
hlíðar lengra frá sjó, og eru þar margir múlar t. d.
Steinaf j all (2582’) og Seljalandsmúli (1650’), hann er
yztur og þar beygist hálendisröndin norður og austur með
dal þeim, sem Markarfijót reimur eftir. Hliðin fyrir sunnan
Markarfljót undir Eyjafjallajökli heitir Langanes, og þar
nppaf er Goðaland, Pórsmörk og Emstrur. Hliðin sunnan
i imdirfjöllum Thidfjallajökuls heitir Fljótshlið, hún hefir
lengi verið orðlög fyrir fegurð, þar er bæði grösugt og
bú-sældarlegt, enda liggur sveitin beint mót sólu og stingur
mjög af við hina gráu breiðu Markarfljótsaura fvrir neðan.
Uthliðin er lág. aðliðandi og klettalaus. en sífeld grasbreiða

47. mynd. Biírfell við fjórsárdal.

Þórarinn Þorlaksson.

frá hliðarbrúnum niður að aurum; þegar hm eftir dregur
verður hliðin brattari, en er þó viðast græn uppúr, svo taka
við múlar og móbergssnasir, djúp gil og margir fossar.
Hálsar ganga beint vestur út undan Prihyrningi að
Hvol-hreppi og hækka þeir til austurs upp undir Tindfjallajökul;
norður af þeim taka við Hekluhraun með þeim hálsum og
fjalladrögnm. sem þar eru. Við P\ órsá er hlið á
hálendis-röndinni einsog fyr hefir verið getið, sandar og hraun undir.
Vestan við Fjórsá, þar sem hún beygist til vesturs,
erBúr-fell (2180’), hár höfði, snarbrattur niður aö láglendi; upp
af því fjalli er hálsaröð til norðausturs með Þjórsá og á
þeim Skeljafell (1332’) og Stangarfjall (1457’). Vestur
af þessum fjöllum gengur inn P jórsárdalur, míla á breidd

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free