- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
290

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

290

Fl.jót og ár.

fyrir landnámstíð hafa runnið niður á Suðurlandsundirlendið
frá Yeiðivötnum niður Skeið og Flóa, hijóta að hafa gjört
gagngjörða breytingu á öllum ám á þvi svæði.

Bergvatnsár fylgja oft öðrum lögum en jökulárnar,
þær eru miklar i rigninga og kuldasumrum en vatnslitlar
þegar heitt er. Mestar eru þær jafnaðarlega i leysingum á
vorin og bera þá mikið fram af grjóti og sandi eftir
vatns-megni og straumhörku; kemur það þá oft fyrir sem kunnugt
er, að hver spræna veltur fram kolmórauð og ófær. slikt ber
og oft við þegar þiðviðri ganga á vetrum og i
haustrign-higum. I ieysingum eru i móbergshéruðum ótal gil fuii af
vatni, sem annars eru þur, og velta þá stórgrýti langar
leiðir. A vetrum og vorin þegar vötn leysir koma stundum
isstiflur i árnar, og brjótast þær svo fram með miklum
jakagangi, flæða þá stundum yflr mikil svæði, bera aur og
gi’jót á engjar manna og rifa stórar torfur úr jarðvegi.
Stór-árnar á láglendum sunnanlands gera stundum á þenna hátt
mikið skurk, Ölfusá flæðir yflr Flóa, Markarfljót og Þverá
ganga á Landeyjar og Eyjafjallasveit, Hvitá flæðir yfir
graslendi i Borgarflrði o. s. frv. Margar bergvatnsár eru
upprunalega myndaðar af jökuivatni, það hefir sigið gegnum
hraun, sand og urðir og orðið tært og hreint. Par sem
jökuiár falla gegnum stöðuvötn fellur jökulleirinn oftast til
botns i vatninu, sökum kyrðarinnar, sem þar er, en áin
rennur aftur úr vatninu miklu hreinni en fyr, en sé dálitill
straumur getur leirdustið haldist uppi og gruggað vatnið
einsog i Lagarfljóti.

I kaflanum um dalamyndun heflr dálitið verið getið um
áhrif fljóta á fjöllin, þau eru mismunandi eftir þvi i hvaða
hlutfalli kraftur vatnsins stendur við það er bera skal. Ef
fljótið hefir meira afl en það þarf til þess að flytja árburðinn,
þá sker það sig smátt og smátt niðm’ i dalbotninn og dýpkar
dalinn. Ef hvorutveggja er i jafnvægi þá hiykkjast áin
áhrifalaust um dalbotninn, en ef nú fljótið hefir meira að
bera af grjóti og sandi, en það fær við ráðið, þá skilur það
árburðinn eftir á leiðinni, hleður undir sig, og fyllir dalinn.
Sérhver á eða lækjarspræna sýnir þetta glögglega, efst til
fjalla, þar sem hallinn og straumhraðinn er mestur, grefur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0304.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free